Neistar á milli Timothée Chalamet og Zendaya í fyrstu stiklunni úr Dune: Part Two Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 16:55 Timothée Chalamet og Zendaya leika persónur í Dune: Part 2 sem feta þurfa slóða ástarinnar annars vegar og baráttu við hið illa hins vegar. Warner Bros. Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið út fyrstu stikluna úr væntanlegri kvikmynd sinni Dune: Part 2. Beðið hefur verið eftir stiklunni með mikilli eftirvæntingu og horfa má á hana neðst í fréttinni. Myndin er framhald Dune kvikmyndarinnar frá 2021 og mæta þau Timothée Chalamet og Zendaya aftur til leiks í hlutverkum sínum sem Paul Atreides og Chani. Hin síðarnefnda verður þó í töluvert stærra hlutverki að þessu sinni. Myndin byggir á heimsfrægri vísindaskáldsögu Frank Herbert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sandplánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul Atreides er í aðalhlutverki. Í Dune: Part II þarf Atreides að taka á hinum stóra sínum ásamt frumbyggjunum sem kenndir eru við Fremen í baráttunni gegn hinni illu Harkonnen fjölskyldu. Neistar kvikna fljótlega á milli Atreides og Chani eins og sést berlega í stiklunni. „Í fyrstu myndinni var Paul Atreides nemandi en við sjáum hann verða að leiðtoga núna,“ hefur bandaríski miðillinn Variety eftir aðalleikaranum Timothée Chalamet. Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros. Nýjar stjörnur mæta til leiks Meðal nýliða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlutverk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skarsgard og var allt í öllu í síðustu mynd. Þá mætir breska leikkonan Florence Pugh jafnframt til leiks í myndinni sem Irulen prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikilvægur hluti af Dune sögunni. Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Myndin er framhald Dune kvikmyndarinnar frá 2021 og mæta þau Timothée Chalamet og Zendaya aftur til leiks í hlutverkum sínum sem Paul Atreides og Chani. Hin síðarnefnda verður þó í töluvert stærra hlutverki að þessu sinni. Myndin byggir á heimsfrægri vísindaskáldsögu Frank Herbert rétt eins og fyrri myndin. Báðar eru myndirnar byggðar á bókinni um sandplánetuna Arrakis en bókin er sú fyrsta af þremur þar sem Paul Atreides er í aðalhlutverki. Í Dune: Part II þarf Atreides að taka á hinum stóra sínum ásamt frumbyggjunum sem kenndir eru við Fremen í baráttunni gegn hinni illu Harkonnen fjölskyldu. Neistar kvikna fljótlega á milli Atreides og Chani eins og sést berlega í stiklunni. „Í fyrstu myndinni var Paul Atreides nemandi en við sjáum hann verða að leiðtoga núna,“ hefur bandaríski miðillinn Variety eftir aðalleikaranum Timothée Chalamet. Elvis stjarnan ástralska verður nauðasköllótt í framhaldsmyndinni af Dune. Warner Bros. Nýjar stjörnur mæta til leiks Meðal nýliða sem mæta til leiks í myndinni er ástralski leikarinn Austin Butler. Hann mun fara með hlutverk Feyd Rautha Harkonnen, litla frænda hins illa Harkonnen baróns sem leikinn er af sænska leikaranum Stellan Skarsgard og var allt í öllu í síðustu mynd. Þá mætir breska leikkonan Florence Pugh jafnframt til leiks í myndinni sem Irulen prinsessa, sem ku vera dóttir sjálfs Shaddam IV keisara og mikilvægur hluti af Dune sögunni. Dune: Part II er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í nóvember.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira