Körfubolti

Hörður Axel hættur hjá Keflavík

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur hjá Keflavík.
Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur hjá Keflavík. Vísir/Bára Dröfn

Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis.

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur um árabil leikið með Keflavík og er þar að auki margreyndur landsliðsmaður. Hann lék sem atvinnumaður í fjölmörg ár og hefur verið talinn einn af bestu leikmönnum Subway-deildarinnar síðustu árin.

Keflavík féll úr leik í Subway-deildinni í 8-liða úrslitum gegn Tindastóli eftir að hafa hafnað í fjórða sæti deildakeppninnar.

Hörður Axel mun einnig hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en hann tók við liðinu fyrir tímabilið sem er nýlega lokið. Hörður Axel hafði þar áður verið aðstoðarþjálfari liðsins.

Undir stjórn Harðar Axels varð Keflavík deildarmeistari í Subway-deildinni í vetur en beið lægri hlut í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn gegn Val.

Fréttin var uppfærð með yfirlýsingu Keflvíkinga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×