Messi mun fara ókeypis í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 08:31 Lionel Messi mun yfirgefa París í sumar en hvert fer hann? Getty/Sebastian Frej Nú er orðið ljóst að Lionel Messi mun yfirgefa Paris Saint-Germain í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Mikil óvissa ríkir um næsta skref þessa sjöfalda handhafa Gullboltans. Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár. Franski boltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Sjá meira
Messi hafði verið búinn að ná samkomulagi við PSG um að halda kyrru fyrir hjá félaginu í eitt ár en samband hans við félagið hefur súrnað og nú vill hvorugur aðili að skrifað verði undir nýjan samning. PSG mun því ekki fá krónu fyrir kappann. Sambandið mun hafa verið orðið súrt áður en PSG setti Messi í tveggja vikna bann á þriðjudag fyrir að ferðast í leyfisleysi til Sádi-Arabíu. Í frétt BBC Segir að Messi telji að PSG muni geta lent í vandræðum með að standast reglur um fjárhagslegt aðhald, og að liðið verði ekki nógu sterkt til að berjast um sigur í Meistaradeild Evrópu. Að sama skapi vilji PSG núna veðja á yngri hæfileikabúnt í stað þess að reyna mikið til að halda Messi. Messi kom til Parísar fyrir tveimur árum og skrifaði þá undir samning til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Faðir hans, Jorge Messi, mun hafa tilkynnt PSG það fyrir fáeinum vikum að Messi vildi ekki nýta framlengingarákvæðið. Lionel Messi will leave Paris Saint-Germain at the end of the season pic.twitter.com/ytearxFyZH— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 4, 2023 Enginn augljós kostur virðist vera fyrir Messi í sumar. Bæði hann og Barcelona vilja sameinast á ný en það er talið óraunhæft vegna mikilla fjárhagsörðugleika spænska risans. Bandaríska félagið Inter Miami er með Messi í sigtinu og hann gæti nælt sér í 400 milljónir evra fyrir að spila með Al-Hilal í Sádi-Arabíu í eitt ár, en talið er að þessi 35 ára gamli heimsmeistari vilji njóta sín í eitt ár í viðbót með stórliði í evrópska fótboltanum. Messi hefur skorað 31 mark og átt 34 stoðsendingar í 71 leik í öllum keppnum fyrir PSG. Hann varð franskur meistari með liðinu í fyrra og liðið er á góðri leið með að landa titlinum aftur í ár.
Franski boltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Sjá meira