Hissa og hneyksluð þegar hún sá íslenska fánann Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 11:01 Úlfynjurnar í Roma fögnuðu ítalska meistaratitlinum í fyrsta sinn um helgina. Getty/Luciano Rossi Norska landsliðskonan Emilie Haavi vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar hún sá íslenska fánann í fagnaðarlátunum eftir að hafa orðið ítalskur meistari í fótbolta með Roma um helgina. Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni. Ítalski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni.
Ítalski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira