Gervigreindin bíður ekki eftir neinum ICAI 4. maí 2023 11:01 Vicente Carro, stofnandi og framkvæmdastjóri ICAI, Icelandic Center for Artificial intelligence, segir spennandi möguleika felast í gervigreind. Hlaupa þurfi hratt til að halda í við þróunina og stendur ICAI nú fyrir rafrænu námi í gervigreind fyrir stjórnendur og leiðtoga. Gervigreind er komin til að vera og áhrif hennar á samfélagið, fyrirtæki og hagkerfi heimsins eru gríðarleg. Með gervigreind fylgir óvissa og hræðsla en bæði siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir fylgja. Vicente Carro, stofnandi og framkvæmdastjóri ICAI, Icelandic Center for Artificial intelligence, segir mikla og spennandi möguleika felast í gervigreind en nauðsynlegt sé að stjórnendur, leiðtogar, fagfólk og atvinnurekendur læri að nýta gervigreindina til að skapa tækifæri. Endurhugsa þurfi hvernig fyrirtæki og stofnanir starfa og hvað þau hafa upp á að bjóða. Gervigreindarbyltingin í heild sinni verði áskorun fyrir samfélagið en muni um leið bjóða upp á raunveruleg tækifæri til að takast á við brýnustu heimsmálin og skapa sjálfbærari og jafnari framtíð fyrir alla. Vicente segir þó nauðsynlegt að hlaupa hratt, gervigreindin sé komin á flug og hún bíði ekki eftir neinum. Mánuðir til stefnu „Þróun gervigreindar er mun hraðari en fólk gerir sér grein fyrir og hraðari en mörgum þykir þægilegt. Við erum að tala um mánuði, kannski tvö ár, sem við höfum til að færa okkur á rétt stig fyrir framtíðina. Það þýðir ekki að tala um að stoppa þessa þróun eða fresta henni, Við erum að fara inn í nýja tíma og hlutir sem ekki voru mögulegir gætu orðið það núna,“ segir Vicente. Það sé bæði spennandi og ógnvekjandi í senn en kostirnir vegi þyngra. „Ég er bæði spenntur og smeykur, heimur dóttur minnar verður gjörólíkur heiminum í dag eins og ég þekki hann. Við vitum til dæmis ekki hvort peningar muni gera eitthvert gagn, þetta verður eitthvað alveg nýtt. En jákvæðar hliðar gervigreindar eru miklar og að mínu mati þess virði. Við höfum gervigreind víða nú þegar, meðal annars í skólum. Hún mun hafa áhrif á allt samfélagið og á stöðu mála (status quo) í hverju landi fyrir sig. Það er áríðandi að efla stöðu Íslands á sviði gervigreindar,“ segir Vicente en ICAI stendur nú fyrir námi, Executive Master, í gervigreind. „Námið er ætlað fólki með ákvörðunarvald, stjórnendur á öllum stigum, ráðherrar, forsætisráðherra, lögfræðingar, dómarar, fjölmiðlafólk, allir með þetta vald þurfa að skilja hvað er að gerast. Það eru flóknar ákvarðanir framundan,“ útskýrir Vicente. Námið stendur yfir sex mánuði og samanstendur af yfir tuttugu fyrirlestrum, verkefnum og þjálfun. Meðal fyrirlesara eru Anand Rao, alþjóðlegur leiðtogi AI hjá PwC, Dr. Alan D. Thompson, ráðgjafi fyrir millríkjastofnanir og aðildaríki Evrópusambandsins, Rachel Wong og Heidi Ye, stofnendur MSc data Science, Ævar Hrafn Ingólfsson lögmaður hjá KPMG og fleiri. Engin tæknikunnátta er nauðsynleg eða þekking á forritun til að stunda námið. „Þetta er ekki tæknilegt nám, við erum ekki að læra að kóða heldur læra nemendur á grunnhugtök og hvernig gervigreind er búin til, hvernig hún virkar og möguleikana sem í henni felast. Bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar kenna á námskeiðinu, allt sérfræðingar á sviði gervigreindar,“ útskýrir Vicente. Námið er rafrænt og skila nemendur lokaverkefni sem byggir á gervigreind og sérsviði viðkomandi. „Verkefnin geta verið ýmiskonar, viðskiptaáætlun eða handrit að bók. Við ljúkum námskeiðinu svo á glæsilegri lokaathöfn þar sem allur hópurinn hittist.“ Skráning í námið er hafin Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira
Vicente Carro, stofnandi og framkvæmdastjóri ICAI, Icelandic Center for Artificial intelligence, segir mikla og spennandi möguleika felast í gervigreind en nauðsynlegt sé að stjórnendur, leiðtogar, fagfólk og atvinnurekendur læri að nýta gervigreindina til að skapa tækifæri. Endurhugsa þurfi hvernig fyrirtæki og stofnanir starfa og hvað þau hafa upp á að bjóða. Gervigreindarbyltingin í heild sinni verði áskorun fyrir samfélagið en muni um leið bjóða upp á raunveruleg tækifæri til að takast á við brýnustu heimsmálin og skapa sjálfbærari og jafnari framtíð fyrir alla. Vicente segir þó nauðsynlegt að hlaupa hratt, gervigreindin sé komin á flug og hún bíði ekki eftir neinum. Mánuðir til stefnu „Þróun gervigreindar er mun hraðari en fólk gerir sér grein fyrir og hraðari en mörgum þykir þægilegt. Við erum að tala um mánuði, kannski tvö ár, sem við höfum til að færa okkur á rétt stig fyrir framtíðina. Það þýðir ekki að tala um að stoppa þessa þróun eða fresta henni, Við erum að fara inn í nýja tíma og hlutir sem ekki voru mögulegir gætu orðið það núna,“ segir Vicente. Það sé bæði spennandi og ógnvekjandi í senn en kostirnir vegi þyngra. „Ég er bæði spenntur og smeykur, heimur dóttur minnar verður gjörólíkur heiminum í dag eins og ég þekki hann. Við vitum til dæmis ekki hvort peningar muni gera eitthvert gagn, þetta verður eitthvað alveg nýtt. En jákvæðar hliðar gervigreindar eru miklar og að mínu mati þess virði. Við höfum gervigreind víða nú þegar, meðal annars í skólum. Hún mun hafa áhrif á allt samfélagið og á stöðu mála (status quo) í hverju landi fyrir sig. Það er áríðandi að efla stöðu Íslands á sviði gervigreindar,“ segir Vicente en ICAI stendur nú fyrir námi, Executive Master, í gervigreind. „Námið er ætlað fólki með ákvörðunarvald, stjórnendur á öllum stigum, ráðherrar, forsætisráðherra, lögfræðingar, dómarar, fjölmiðlafólk, allir með þetta vald þurfa að skilja hvað er að gerast. Það eru flóknar ákvarðanir framundan,“ útskýrir Vicente. Námið stendur yfir sex mánuði og samanstendur af yfir tuttugu fyrirlestrum, verkefnum og þjálfun. Meðal fyrirlesara eru Anand Rao, alþjóðlegur leiðtogi AI hjá PwC, Dr. Alan D. Thompson, ráðgjafi fyrir millríkjastofnanir og aðildaríki Evrópusambandsins, Rachel Wong og Heidi Ye, stofnendur MSc data Science, Ævar Hrafn Ingólfsson lögmaður hjá KPMG og fleiri. Engin tæknikunnátta er nauðsynleg eða þekking á forritun til að stunda námið. „Þetta er ekki tæknilegt nám, við erum ekki að læra að kóða heldur læra nemendur á grunnhugtök og hvernig gervigreind er búin til, hvernig hún virkar og möguleikana sem í henni felast. Bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar kenna á námskeiðinu, allt sérfræðingar á sviði gervigreindar,“ útskýrir Vicente. Námið er rafrænt og skila nemendur lokaverkefni sem byggir á gervigreind og sérsviði viðkomandi. „Verkefnin geta verið ýmiskonar, viðskiptaáætlun eða handrit að bók. Við ljúkum námskeiðinu svo á glæsilegri lokaathöfn þar sem allur hópurinn hittist.“ Skráning í námið er hafin
Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sagði einhver fasteign á hjólum? Volvo EX90 reynsluakstur Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann Ótrúlegar viðtökur á stuttum tíma Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Sjá meira