„Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna“ Jón Már Ferro skrifar 5. maí 2023 09:01 Andri Snær Stefánsson er ný hættur sem þjálfari kvennaliðs KA/Þór. vísir/Pawel Cieslikiewicz Andri Snær Stefánsson segir að undanfarin þrjú ár hafi verið stórkostleg með kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hann lætur af störfum og segist stoltur af félaginu og leikmönnum sínum. „Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
„Fyrsta árið okkar var ævintýraárið. Okkur var spáð fimmta sæti en tókum alla fjóra titlana. Sem var alveg sturlað. Við fylgdum því eftir með því að fara í Evrópukeppni. Stelpur sem komust í landsliðið og atvinnumennsku,“ segir Andri. Margar breytingar urðu á liðinu í vetur en þær urðu fleiri en hann hafði búist við. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri í meistaraflokki og hann segist stoltur að hafa farið með liðið aftur í Evrópukeppni. Leiddi liðið í gegnum miklar breytingar „Mér líður eins og ég sé til í að breyta til hjá mér og liðið hefur gott af nýrri rödd. Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna eftir að liðið hefur farið í gegnum miklar breytingar. Ég held að ekkert lið í handboltanum á Íslandi hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar á milli tímabila,“ segir Andri. KA/Þór náði stórkostlegum árangri undir stjórn Andra Snæs. Sérstaklega á fyrsta árinu sem þjálfari liðsins.vísir/Pawel Cieslikiewicz Hann er stoltur af vinnu KA/Þórs undanfarin ár og segir jafnframt að hann sé að skila af sér góðu liði. Þrátt fyrir að hætta í meistaraflokksþjálfun núna sé aldrei að vita nema að Andri mæti aftur eftir tvö til þrjú ár í meistaraflokksbolta. „Það er rosalega mikil vinna sem fer í að stýra meistaraflokksliði. Ég er í fullri vinnu og með þrjú lítil börn með konunni minni. Þetta er fínn tímapunktur að fá meira svigrúm. Ég mun halda áfram að þjálfa. Ég elska að þjálfa og hef mikinn metnað fyrir því. Væntanlega fer ég í yngri flokkana,“ segir Andri. „Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina“ Undir stjórn Andra náði KA/Þór góðum árangri og varð meðal annars Íslandsmeistari tímabilið 2020-21. Hann mun aldrei gleyma móttökunum sem liðið fékk. „Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr. Við fengum ótrúlega marga Akureyringa suður með okkur sem fylgdu okkur í lokaleikinn sem tryggði okkur titilinn. Móttökurnar á Akureyrarflugvelli þar sem hálfur bærinn tók á móti okkur. Slökkviliðið sprautaði yfir flugvélina.“ Andra þykir óendanlega vænt um félagið og alla leikmennina og segir að erfitt hafi verið að tilkynna brotthvarfið. Þrátt fyrir það segir hann bjarta tíma fram undan og að ungir leikmenn muni njóta góðs af reynslunni á nýliðnu tímabili. „Nokkrir leikmenn sem fóru í atvinnumennsku og spiluðu með landsliðinu. Ég er ótrúlega ánægður að hafa tekið þátt í því með þjálfarateyminu, stjórn og leikmönnum að taka kvennahandboltann á Akureyri á næsta stig. Við vorum valið þriðja besta lið ársins af öllum liðsíþróttum á Íslandi fyrir tveimur árum. Þetta hefur verið ótrúlegur tími en allt tekur einhvern tímann enda,“ segir Andri.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Andri Snær hættur með KA/Þór Andri Snær Stefánsson er hættur sem þjálfari KA/Þór í handbolta. Undir hans stjórn varð liðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrsta sinn. 3. maí 2023 10:34