Veðjar á að ÍBV landi titlinum: „Þetta verður svakaleg viðureign“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 12:01 Ísak Rafnsson mætir sínu gamla liði FH í undanúrslitarimmu sem gæti teygt sig í fimm leiki. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Eyjamenn líta virkilega vel út og ef ég ætti að veðja á eitthvað lið til að vinna titilinn þá myndi ég veðja á ÍBV, en þetta verður svakaleg viðureign,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem rýndi í undanúrslitarimmurnar í Olís-deild karla í handbolta. Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira