Um tjáningarfrelsi kennara Eva Hauksdóttir skrifar 4. maí 2023 11:30 Fyrir aðeins 15 árum var það almenn skoðun meðal Íslendinga að kynin væru tvö, karl og kona. Svo voru til frávik. Annarsvegar líffræðileg frávik þar sem þurfti læknisfræðilegt innfrip til að ákvarða kyn barnsins. Flest okkar töluðu um slík frávik sem „fæðingargalla“, líkt og þegar barn fæðist með skarð í vör eða afmyndaðan útlim. Hinsvegar gat vafi um kyn birst í fráviki af geðrænum eða tilfinningalegum toga. Við töluðum um transfólk sem kynskiptinga og síðar var upplifun þess skilgreind sem kynáttunarvandi. Við sem ólumst upp með Enid Blyton á náttborðinu vissum að til voru stelpur sem vildu vera strákar og strákar sem vildu vera stelpur. Við hefðum kannski virt ósk þeirra um að kalla þau nöfnum sem samræmdust ekki líffræðilegu kyni en lítið reyndi á það. Ég gekk í átta grunnskóla og tvo framhaldsskóla án þess að kynnast einum einasta dreng sem talaði um sjálfan sig sem stúlku eða öfugt. Að fagna fjölbreytileikanum Á síðustu fimmtán árum hefur þetta snarlega breyst. Transbörn eru nú á hverju strái og hefur lögum verið breytt til samræmis við þann nýja veruleika að kyn sé ekki líffræðilegt fyrirbæri heldur félagslegt og að fólk geti valið það sjálft hvaða kyni það tilheyrir, ef einhverju. Samtímis er það orðin opinber stefna að skólar skuli vera "hinsegin vænir" og hagsmunasamtök sjá um sérstaka hinsegin fræðslu fyrir grunnskólabörn, sem miðar að því að breiða út fagnaðarerindið um fjölbreytileika mannlífsins. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Það er skipun ofan frá, frá riddurum félagslegs réttlætisins, sem þiggja vald sitt reyndar ekki frá Guði almáttugum heldur frá öllum örmum ríkisvaldsins, fjölmiðlum, atvinnurekendum og rödd almennings á samfélagsmiðlum. Það er ekki nóg að fagna því að samfélag okkar telji ekki lengur ásættanlegt að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, trúar, fötlunar o.sfrv. heldur virðist sem frávik eins og fötlun, geðsjúkdómar og kynáttunarvandi eigi að teljast fagnaðarefni í sjálfu sér. Sá sem talar um slík frávik sem vandamál getur átt von á því að vera sakaður um fordóma og jafnvel hatur. Nýr tíðarandi og ný lagaákvæði breyta þó ekki þeirri staðreynd að samfélag okkar gengur almennt út frá því að kynin séu tvö. Það er meira að segja gengið út frá því í stjórnarskrá lýðveldisins að konur og karlar skuli njóta jafnréttis en önnur kyn eru ekki nefnd í því sambandi. Inngrip í tjáningarfrelsi kennara Þann 14. apríl sl. birti Morgunblaðið grein eftir kennara, Helgu Dögg Sverrisdóttur, þar sem hún gagnrýnir aðkomu Samtakanna '78 að skólastarfi. Greinin felur ekki í sér neinar árásir á hinsegin eða kynsegin fólk, heldur gagnrýni á þá stefnu að kenna börnum að kyn sé valkvætt. Viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Góða fólkið“ fordæmdi skrif Helgu og sagði hana vera að níðast á transfólki. Aðrir fögnuðu því að einhver þyrði að viðra þessa skoðun opinberlega. Skólastjóri boðaði hana til leiðbeinandi samtals. Já, það er rétt. Kennari var boðaður á fund skólastjóra fyrir að tjá opinberlega þá skoðun að kyn sé líffræðileg staðreynd og að hugmyndafræði tiltekinna hagsmunasamtaka ætti ekki að vera á námskrá grunnskóla. Viðbrögðin við grein Helgu Daggar minna um margt á mál Snorra í Betel. Árið 2012 lýsti Snorri því viðhorfi að það væri í andstöðu við evangelískar trúarsetningar að flokka sambönd samkynhneigðra sem mannréttindi enda telji Evangelistar slík sambönd vera synd og að samkvæmt ritningunni séu laun syndarinnar dauði. Þessi skrif Snorra vöktu mikinn úlfaþyt í samfélaginu og urðu til þess að Akureyrarbær sagði honum upp störfum. Sú ákvörðun var réttlætt með því að hætta væri á því að trúarskoðanir hans særðu nemendur, enda þótt hann hefði ekki blandað þeim skoðunum í starf sitt við skólann. Snorri leitaði réttar síns og komust bæði Innanríkisráðuneytið og dómstólar á tveim dómstigum að þeirri niðurstöðu að engar lagaheimildir væru fyrir því að beita kennara agaviðurlögum vegna skrifa sem ekki tengdust starfi hans. Vegið að tjáningarfrelsinu Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins. Þetta er ekki innantómur frasi heldur mikilvæg staðreynd. Mannréttindadómstóll Evrópu notar einmitt þetta orðalag í fjölmörgum dómum sem varða tjáningarfrelsi og takmörk þess. Tjáningarfrelsið sætir vissulega takmörkunum en þær takmarkanir ná ekki til málefnalegrar umræðu um samfélagsmál. Enda er ekki hægt að tala um lýðræði í ríkjum þar sem mismunandi skoðanir fá ekki að heyrast og þar sem fólk er beitt viðurlögum fyrir að gagnrýna stofnanir samfélagsins, ákvarðanir stjórnvalda eða stjórnmálamenn. Síðustu áratugi virðist þó sem verulega hafi þrengt að frelsi manna til að tjá sig um samfélagsmál, ekki bara á Íslandi heldur víða í Evrópu. Þetta á ekki síst við um tjáningu sem varðar málefni hinsegin hreyfingarinnar. Það er orðið varasamt að tjá íhaldssamar hugmyndir um kyn og kynferði. Starfsfólk skóla og aðrir sem vinna með börnum og unglingum virðast sérstaklega útsettir fyrir áreitni á vinnustað vegna skoðana sem þykja afturhaldssamar og eiga jafnvel yfir höfði sér agavirðurlög af hálfu vinnuveitanda. Slík skoðanakúgun er svo réttlætt með því að nemendur gætu tekið skoðanir kennarans nærri sér. Þátttaka í lýðræðssamfélagi Vitaskuld eiga kennarar og annað starfsfólk skóla að sýna nemendum tillitssemi. Ekkert barn á að þurfa að þola mismunun eða vonda framkomu vegna litarháttar síns, trúarbragða, kynímyndar, fötlunar, holdafars, samfélagsstöðu foreldra eða annarra ómálefnalegra sjónarmiða. Sem borgarar í lýðræðisríki verðum við samt að gera greinarmun á opinberri umræðu um samfélagsmál og persónulegum árásum og mismunun. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er eitt af hlutverkum skólans að þjálfa börn í því að verða þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Í því felst m.a. að við verðum að sætta okkur við að ekki séu allir sammála og að aðrir njóti frelsis til að tjá skoðanir sem hneyksla okkur. Tjáningarfrelsið telst ekki aðeins til mannréttinda, það er líka meginforsenda lýðræðisins. Kennarar eru þátttakendur í lýðræðissamfélagi og þeir mega hafa skoðanir sem falla ekki að smekk þeirra sem hvað mest tala um mannréttindi. Kennari sem tjáir sig opinberlega má gagnrýna aðkomu Samtakanna '78 að starfi grunnskóla, jafnvel þótt sé barn með kynáttunarvanda í skólanum. Kennari má lýsa áhyggjum af offitu meðal skólabarna þótt sé feitt barn í skólanum. Kennari má viðra þá skoðun að Ísland taki við of mörgum flóttamönnum, þótt sé flóttabarn í skólanum. Kennari má lýsa andúð á trúarbrögðum þótt sé trúað barn í skólanum. Kennari má líka tjá þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarafl og Vinstri græn samsafn svikahrappa, jafnvel þótt í skólanum séu börn sem eiga foreldra í forystu þessara flokka. Öll þessi viðhorf má svo gagnrýna — og það á að kenna börnum — en vettvangur þeirrar gagnrýni á ekki að vera kontór skólastjóra. Það er einfaldlega ekki á valdsviði yfirmanna opinberra starfsmanna að takmarka málefnalega tjáningu þeirra um samfélagmál utan vinnustaðar. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tjáningarfrelsi Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins 15 árum var það almenn skoðun meðal Íslendinga að kynin væru tvö, karl og kona. Svo voru til frávik. Annarsvegar líffræðileg frávik þar sem þurfti læknisfræðilegt innfrip til að ákvarða kyn barnsins. Flest okkar töluðu um slík frávik sem „fæðingargalla“, líkt og þegar barn fæðist með skarð í vör eða afmyndaðan útlim. Hinsvegar gat vafi um kyn birst í fráviki af geðrænum eða tilfinningalegum toga. Við töluðum um transfólk sem kynskiptinga og síðar var upplifun þess skilgreind sem kynáttunarvandi. Við sem ólumst upp með Enid Blyton á náttborðinu vissum að til voru stelpur sem vildu vera strákar og strákar sem vildu vera stelpur. Við hefðum kannski virt ósk þeirra um að kalla þau nöfnum sem samræmdust ekki líffræðilegu kyni en lítið reyndi á það. Ég gekk í átta grunnskóla og tvo framhaldsskóla án þess að kynnast einum einasta dreng sem talaði um sjálfan sig sem stúlku eða öfugt. Að fagna fjölbreytileikanum Á síðustu fimmtán árum hefur þetta snarlega breyst. Transbörn eru nú á hverju strái og hefur lögum verið breytt til samræmis við þann nýja veruleika að kyn sé ekki líffræðilegt fyrirbæri heldur félagslegt og að fólk geti valið það sjálft hvaða kyni það tilheyrir, ef einhverju. Samtímis er það orðin opinber stefna að skólar skuli vera "hinsegin vænir" og hagsmunasamtök sjá um sérstaka hinsegin fræðslu fyrir grunnskólabörn, sem miðar að því að breiða út fagnaðarerindið um fjölbreytileika mannlífsins. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Það er skipun ofan frá, frá riddurum félagslegs réttlætisins, sem þiggja vald sitt reyndar ekki frá Guði almáttugum heldur frá öllum örmum ríkisvaldsins, fjölmiðlum, atvinnurekendum og rödd almennings á samfélagsmiðlum. Það er ekki nóg að fagna því að samfélag okkar telji ekki lengur ásættanlegt að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, kynþáttar, trúar, fötlunar o.sfrv. heldur virðist sem frávik eins og fötlun, geðsjúkdómar og kynáttunarvandi eigi að teljast fagnaðarefni í sjálfu sér. Sá sem talar um slík frávik sem vandamál getur átt von á því að vera sakaður um fordóma og jafnvel hatur. Nýr tíðarandi og ný lagaákvæði breyta þó ekki þeirri staðreynd að samfélag okkar gengur almennt út frá því að kynin séu tvö. Það er meira að segja gengið út frá því í stjórnarskrá lýðveldisins að konur og karlar skuli njóta jafnréttis en önnur kyn eru ekki nefnd í því sambandi. Inngrip í tjáningarfrelsi kennara Þann 14. apríl sl. birti Morgunblaðið grein eftir kennara, Helgu Dögg Sverrisdóttur, þar sem hún gagnrýnir aðkomu Samtakanna '78 að skólastarfi. Greinin felur ekki í sér neinar árásir á hinsegin eða kynsegin fólk, heldur gagnrýni á þá stefnu að kenna börnum að kyn sé valkvætt. Viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Góða fólkið“ fordæmdi skrif Helgu og sagði hana vera að níðast á transfólki. Aðrir fögnuðu því að einhver þyrði að viðra þessa skoðun opinberlega. Skólastjóri boðaði hana til leiðbeinandi samtals. Já, það er rétt. Kennari var boðaður á fund skólastjóra fyrir að tjá opinberlega þá skoðun að kyn sé líffræðileg staðreynd og að hugmyndafræði tiltekinna hagsmunasamtaka ætti ekki að vera á námskrá grunnskóla. Viðbrögðin við grein Helgu Daggar minna um margt á mál Snorra í Betel. Árið 2012 lýsti Snorri því viðhorfi að það væri í andstöðu við evangelískar trúarsetningar að flokka sambönd samkynhneigðra sem mannréttindi enda telji Evangelistar slík sambönd vera synd og að samkvæmt ritningunni séu laun syndarinnar dauði. Þessi skrif Snorra vöktu mikinn úlfaþyt í samfélaginu og urðu til þess að Akureyrarbær sagði honum upp störfum. Sú ákvörðun var réttlætt með því að hætta væri á því að trúarskoðanir hans særðu nemendur, enda þótt hann hefði ekki blandað þeim skoðunum í starf sitt við skólann. Snorri leitaði réttar síns og komust bæði Innanríkisráðuneytið og dómstólar á tveim dómstigum að þeirri niðurstöðu að engar lagaheimildir væru fyrir því að beita kennara agaviðurlögum vegna skrifa sem ekki tengdust starfi hans. Vegið að tjáningarfrelsinu Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins. Þetta er ekki innantómur frasi heldur mikilvæg staðreynd. Mannréttindadómstóll Evrópu notar einmitt þetta orðalag í fjölmörgum dómum sem varða tjáningarfrelsi og takmörk þess. Tjáningarfrelsið sætir vissulega takmörkunum en þær takmarkanir ná ekki til málefnalegrar umræðu um samfélagsmál. Enda er ekki hægt að tala um lýðræði í ríkjum þar sem mismunandi skoðanir fá ekki að heyrast og þar sem fólk er beitt viðurlögum fyrir að gagnrýna stofnanir samfélagsins, ákvarðanir stjórnvalda eða stjórnmálamenn. Síðustu áratugi virðist þó sem verulega hafi þrengt að frelsi manna til að tjá sig um samfélagsmál, ekki bara á Íslandi heldur víða í Evrópu. Þetta á ekki síst við um tjáningu sem varðar málefni hinsegin hreyfingarinnar. Það er orðið varasamt að tjá íhaldssamar hugmyndir um kyn og kynferði. Starfsfólk skóla og aðrir sem vinna með börnum og unglingum virðast sérstaklega útsettir fyrir áreitni á vinnustað vegna skoðana sem þykja afturhaldssamar og eiga jafnvel yfir höfði sér agavirðurlög af hálfu vinnuveitanda. Slík skoðanakúgun er svo réttlætt með því að nemendur gætu tekið skoðanir kennarans nærri sér. Þátttaka í lýðræðssamfélagi Vitaskuld eiga kennarar og annað starfsfólk skóla að sýna nemendum tillitssemi. Ekkert barn á að þurfa að þola mismunun eða vonda framkomu vegna litarháttar síns, trúarbragða, kynímyndar, fötlunar, holdafars, samfélagsstöðu foreldra eða annarra ómálefnalegra sjónarmiða. Sem borgarar í lýðræðisríki verðum við samt að gera greinarmun á opinberri umræðu um samfélagsmál og persónulegum árásum og mismunun. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er eitt af hlutverkum skólans að þjálfa börn í því að verða þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Í því felst m.a. að við verðum að sætta okkur við að ekki séu allir sammála og að aðrir njóti frelsis til að tjá skoðanir sem hneyksla okkur. Tjáningarfrelsið telst ekki aðeins til mannréttinda, það er líka meginforsenda lýðræðisins. Kennarar eru þátttakendur í lýðræðissamfélagi og þeir mega hafa skoðanir sem falla ekki að smekk þeirra sem hvað mest tala um mannréttindi. Kennari sem tjáir sig opinberlega má gagnrýna aðkomu Samtakanna '78 að starfi grunnskóla, jafnvel þótt sé barn með kynáttunarvanda í skólanum. Kennari má lýsa áhyggjum af offitu meðal skólabarna þótt sé feitt barn í skólanum. Kennari má viðra þá skoðun að Ísland taki við of mörgum flóttamönnum, þótt sé flóttabarn í skólanum. Kennari má lýsa andúð á trúarbrögðum þótt sé trúað barn í skólanum. Kennari má líka tjá þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarafl og Vinstri græn samsafn svikahrappa, jafnvel þótt í skólanum séu börn sem eiga foreldra í forystu þessara flokka. Öll þessi viðhorf má svo gagnrýna — og það á að kenna börnum — en vettvangur þeirrar gagnrýni á ekki að vera kontór skólastjóra. Það er einfaldlega ekki á valdsviði yfirmanna opinberra starfsmanna að takmarka málefnalega tjáningu þeirra um samfélagmál utan vinnustaðar. Höfundur er lögmaður
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun