Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 14:50 Sigmar Vilhjálmsson segir að um samfélagslega tilraun verði að ræða. Vísir/Vilhelm Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. Simmi kynnti áform sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter nú síðdegis. „Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%),“ skrifar athafnamaðurinn á miðlinum. „Ég hef legið undir ámæli fyrir það að vera svo mikill talsmaður bílsins og hef iðullega aðeins fett fingur út í þröngsýnt fólk sem heldur því fram að það sé bara hægt að komast af á hjóli,“ segir Simmi í samtali við Vísi. Yo Haters! Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%). Ætla að lifa hjólreiðalífstíl, Mosó - Skútuvogur í vinnuna. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn á stígunum? Mörg svör fást í þessari áskorun.— Simmi Vil (@simmivil) May 4, 2023 Snýst um að skipuleggja daginn „Verandi einstæður faðir að þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið skemmtileg prufa. Svo sjáum við til hversu lengi hún endist.“ Hann segist enn vera að leita sér að hjóli í verkefnið. Simmi býr dýpst í Mosfellsbænum, í Leirvogstungu og vinnur í Skútuvoginum þar sem Mínigarðurinn hefur aðsetur. „Yngsti drengurinn er kominn með bílpróf þannig að það verður ekki vesenið, heldur er þetta meira spurning um að breyta innkaupunum, panta á netinu, skipuleggja daginn betur í bakpokann og hvernig maður verður klæddur í vinnuna þann daginn.“ Ætlar að taka út reiðhjólastígana Simmi segist vera spenntur fyrir áskoruninni og segist ætla að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með. Hann er einmitt þekktur fyrir líflegar færslur á þeim miðli. „Ég mun taka út reiðhjólastígana og sjá hvort það sé réttlætanleg notkun á þessum stígum miðað við framkvæmdakostnaðinn á þeim. Það er mikil samfélagsrýni í þessu fólgin, fyrir utan það að mér veitir ekkert af þessari hreyfingu heldur.“ Tók húsið af sölu „Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með augastað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni.“ Hugmyndin hafi verið að kaupa annað hús og gera það upp. „En svo fór það og þá er þetta bara svona. Þannig jú, þetta er löng vegalengd. Ég er sveitamaður, úr sveit og bý í sveit,“ segir Simmi léttur í bragði. Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Simmi kynnti áform sín fyrir fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter nú síðdegis. „Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%),“ skrifar athafnamaðurinn á miðlinum. „Ég hef legið undir ámæli fyrir það að vera svo mikill talsmaður bílsins og hef iðullega aðeins fett fingur út í þröngsýnt fólk sem heldur því fram að það sé bara hægt að komast af á hjóli,“ segir Simmi í samtali við Vísi. Yo Haters! Maður þarf vist að kynna ser málin áður en maður rífur kjaft. Ég tek áskorun um að vera bíllaus í sumar (90%). Ætla að lifa hjólreiðalífstíl, Mosó - Skútuvogur í vinnuna. Er þetta raunhæft? Verður lífið ok? Verð ég einn á stígunum? Mörg svör fást í þessari áskorun.— Simmi Vil (@simmivil) May 4, 2023 Snýst um að skipuleggja daginn „Verandi einstæður faðir að þá hugsaði ég með mér að þetta gæti verið skemmtileg prufa. Svo sjáum við til hversu lengi hún endist.“ Hann segist enn vera að leita sér að hjóli í verkefnið. Simmi býr dýpst í Mosfellsbænum, í Leirvogstungu og vinnur í Skútuvoginum þar sem Mínigarðurinn hefur aðsetur. „Yngsti drengurinn er kominn með bílpróf þannig að það verður ekki vesenið, heldur er þetta meira spurning um að breyta innkaupunum, panta á netinu, skipuleggja daginn betur í bakpokann og hvernig maður verður klæddur í vinnuna þann daginn.“ Ætlar að taka út reiðhjólastígana Simmi segist vera spenntur fyrir áskoruninni og segist ætla að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með. Hann er einmitt þekktur fyrir líflegar færslur á þeim miðli. „Ég mun taka út reiðhjólastígana og sjá hvort það sé réttlætanleg notkun á þessum stígum miðað við framkvæmdakostnaðinn á þeim. Það er mikil samfélagsrýni í þessu fólgin, fyrir utan það að mér veitir ekkert af þessari hreyfingu heldur.“ Tók húsið af sölu „Stóra fréttin er að ég tók húsið mitt meira að segja af sölu. Ég hætti við að selja. Fyrir utan það að það selst ekkert þá var ég með augastað á annarri eign í bænum. Þannig að ég verð bara þarna í sveitinni.“ Hugmyndin hafi verið að kaupa annað hús og gera það upp. „En svo fór það og þá er þetta bara svona. Þannig jú, þetta er löng vegalengd. Ég er sveitamaður, úr sveit og bý í sveit,“ segir Simmi léttur í bragði.
Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira