Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans? Ólafur Stephensen skrifar 5. maí 2023 14:30 Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Vísir hafði eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún sótti fund leiðtoga norrænu ríkjanna með Zelenskíkj Úkraínuforseta fyrr í vikunni, að fyrir leiðtogafundinn myndi Ísland kynna aukinn stuðning við Úkraínu. Úkraínumenn hafa ekki eingöngu beðið Vesturlönd um vopn og aðra hernaðaraðstoð, sérfræðiaðstoð á borð við þá sem Ísland veitir við sprengjuleit, og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa einnig farið fram á stuðning í formi afnáms viðskiptahindrana og tollfrjáls aðgangs útflutningsvara Úkraínu að evrópskum mörkuðum. Tollfrelsi úkraínskra vara fellur senn úr gildi Eins og önnur Evrópulönd ákvað Ísland í fyrra að fella niður tímabundið alla tolla á vörum frá Úkraínu með bráðabirgðaákvæði í tollalögum. Það ákvæði fellur úr gildi í lok þessa mánaðar, eftir rúmar þrjár vikur. Það hefur hins vegar sannað gildi sitt; innflutningur frá Úkraínu hefur vaxið umtalsvert undanfarið ár og hagur íslenzkra neytenda vænkazt um leið og við styðjum við úkraínskt efnahagslíf. Þannig hefur tollfrjáls úkraínskur kjúklingur verið boðinn í verzlunum á verði sem íslenzkir neytendur hafa ekki séð áður. Bændasamtök Íslands voru eini umsagnaraðilinn sem lagðist gegn þessum stuðningi við Úkraínu, á þeim forsendum að tollfrjálsar úkraínskar landbúnaðarvörur gætu veitt íslenzkri framleiðslu samkeppni. Lítil reisn var yfir þeirri afstöðu til stuðnings Íslands við starfssystkini íslenzkra bænda, sem eiga í vök að verjast vegna stríðsátaka. Hvar er frumvarpið um framlengingu? Enn bólar ekkert á nýju frumvarpi fjármálaráðherra um áframhaldandi tollfrelsi úkraínskra vara, þótt skammur tími sé til stefnu að ganga frá endurnýjun lagaákvæðisins áður en það fellur úr gildi. Kannski er það vegna þess að Bændasamtökin halda áfram að kvarta yfir þessari takmörkuðu samkeppni við innlenda framleiðslu og hagsmunaaðilar í landbúnaðinum liggja þessa dagana í ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðið óbreytt. Hversu mikil reisn væri yfir því að áframhaldandi tollfrelsi fyrir útflutningsvörur Úkraínu vantaði í aðgerðapakkann sem forsætisráðherrann ætlar að kynna eftir nokkra daga? Er það raunverulega svo að hagsmunir innlendra kjúklingaframleiðenda, fáeinna fyrirtækja í þröngu eignarhaldi, vegi þyngra en stuðningur við efnahagslíf okkar stríðshrjáða vinaríkis? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Úkraína Skattar og tollar Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Vísir hafði eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún sótti fund leiðtoga norrænu ríkjanna með Zelenskíkj Úkraínuforseta fyrr í vikunni, að fyrir leiðtogafundinn myndi Ísland kynna aukinn stuðning við Úkraínu. Úkraínumenn hafa ekki eingöngu beðið Vesturlönd um vopn og aðra hernaðaraðstoð, sérfræðiaðstoð á borð við þá sem Ísland veitir við sprengjuleit, og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa einnig farið fram á stuðning í formi afnáms viðskiptahindrana og tollfrjáls aðgangs útflutningsvara Úkraínu að evrópskum mörkuðum. Tollfrelsi úkraínskra vara fellur senn úr gildi Eins og önnur Evrópulönd ákvað Ísland í fyrra að fella niður tímabundið alla tolla á vörum frá Úkraínu með bráðabirgðaákvæði í tollalögum. Það ákvæði fellur úr gildi í lok þessa mánaðar, eftir rúmar þrjár vikur. Það hefur hins vegar sannað gildi sitt; innflutningur frá Úkraínu hefur vaxið umtalsvert undanfarið ár og hagur íslenzkra neytenda vænkazt um leið og við styðjum við úkraínskt efnahagslíf. Þannig hefur tollfrjáls úkraínskur kjúklingur verið boðinn í verzlunum á verði sem íslenzkir neytendur hafa ekki séð áður. Bændasamtök Íslands voru eini umsagnaraðilinn sem lagðist gegn þessum stuðningi við Úkraínu, á þeim forsendum að tollfrjálsar úkraínskar landbúnaðarvörur gætu veitt íslenzkri framleiðslu samkeppni. Lítil reisn var yfir þeirri afstöðu til stuðnings Íslands við starfssystkini íslenzkra bænda, sem eiga í vök að verjast vegna stríðsátaka. Hvar er frumvarpið um framlengingu? Enn bólar ekkert á nýju frumvarpi fjármálaráðherra um áframhaldandi tollfrelsi úkraínskra vara, þótt skammur tími sé til stefnu að ganga frá endurnýjun lagaákvæðisins áður en það fellur úr gildi. Kannski er það vegna þess að Bændasamtökin halda áfram að kvarta yfir þessari takmörkuðu samkeppni við innlenda framleiðslu og hagsmunaaðilar í landbúnaðinum liggja þessa dagana í ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðið óbreytt. Hversu mikil reisn væri yfir því að áframhaldandi tollfrelsi fyrir útflutningsvörur Úkraínu vantaði í aðgerðapakkann sem forsætisráðherrann ætlar að kynna eftir nokkra daga? Er það raunverulega svo að hagsmunir innlendra kjúklingaframleiðenda, fáeinna fyrirtækja í þröngu eignarhaldi, vegi þyngra en stuðningur við efnahagslíf okkar stríðshrjáða vinaríkis? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun