Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans? Ólafur Stephensen skrifar 5. maí 2023 14:30 Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Vísir hafði eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún sótti fund leiðtoga norrænu ríkjanna með Zelenskíkj Úkraínuforseta fyrr í vikunni, að fyrir leiðtogafundinn myndi Ísland kynna aukinn stuðning við Úkraínu. Úkraínumenn hafa ekki eingöngu beðið Vesturlönd um vopn og aðra hernaðaraðstoð, sérfræðiaðstoð á borð við þá sem Ísland veitir við sprengjuleit, og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa einnig farið fram á stuðning í formi afnáms viðskiptahindrana og tollfrjáls aðgangs útflutningsvara Úkraínu að evrópskum mörkuðum. Tollfrelsi úkraínskra vara fellur senn úr gildi Eins og önnur Evrópulönd ákvað Ísland í fyrra að fella niður tímabundið alla tolla á vörum frá Úkraínu með bráðabirgðaákvæði í tollalögum. Það ákvæði fellur úr gildi í lok þessa mánaðar, eftir rúmar þrjár vikur. Það hefur hins vegar sannað gildi sitt; innflutningur frá Úkraínu hefur vaxið umtalsvert undanfarið ár og hagur íslenzkra neytenda vænkazt um leið og við styðjum við úkraínskt efnahagslíf. Þannig hefur tollfrjáls úkraínskur kjúklingur verið boðinn í verzlunum á verði sem íslenzkir neytendur hafa ekki séð áður. Bændasamtök Íslands voru eini umsagnaraðilinn sem lagðist gegn þessum stuðningi við Úkraínu, á þeim forsendum að tollfrjálsar úkraínskar landbúnaðarvörur gætu veitt íslenzkri framleiðslu samkeppni. Lítil reisn var yfir þeirri afstöðu til stuðnings Íslands við starfssystkini íslenzkra bænda, sem eiga í vök að verjast vegna stríðsátaka. Hvar er frumvarpið um framlengingu? Enn bólar ekkert á nýju frumvarpi fjármálaráðherra um áframhaldandi tollfrelsi úkraínskra vara, þótt skammur tími sé til stefnu að ganga frá endurnýjun lagaákvæðisins áður en það fellur úr gildi. Kannski er það vegna þess að Bændasamtökin halda áfram að kvarta yfir þessari takmörkuðu samkeppni við innlenda framleiðslu og hagsmunaaðilar í landbúnaðinum liggja þessa dagana í ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðið óbreytt. Hversu mikil reisn væri yfir því að áframhaldandi tollfrelsi fyrir útflutningsvörur Úkraínu vantaði í aðgerðapakkann sem forsætisráðherrann ætlar að kynna eftir nokkra daga? Er það raunverulega svo að hagsmunir innlendra kjúklingaframleiðenda, fáeinna fyrirtækja í þröngu eignarhaldi, vegi þyngra en stuðningur við efnahagslíf okkar stríðshrjáða vinaríkis? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Úkraína Skattar og tollar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Vísir hafði eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún sótti fund leiðtoga norrænu ríkjanna með Zelenskíkj Úkraínuforseta fyrr í vikunni, að fyrir leiðtogafundinn myndi Ísland kynna aukinn stuðning við Úkraínu. Úkraínumenn hafa ekki eingöngu beðið Vesturlönd um vopn og aðra hernaðaraðstoð, sérfræðiaðstoð á borð við þá sem Ísland veitir við sprengjuleit, og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa einnig farið fram á stuðning í formi afnáms viðskiptahindrana og tollfrjáls aðgangs útflutningsvara Úkraínu að evrópskum mörkuðum. Tollfrelsi úkraínskra vara fellur senn úr gildi Eins og önnur Evrópulönd ákvað Ísland í fyrra að fella niður tímabundið alla tolla á vörum frá Úkraínu með bráðabirgðaákvæði í tollalögum. Það ákvæði fellur úr gildi í lok þessa mánaðar, eftir rúmar þrjár vikur. Það hefur hins vegar sannað gildi sitt; innflutningur frá Úkraínu hefur vaxið umtalsvert undanfarið ár og hagur íslenzkra neytenda vænkazt um leið og við styðjum við úkraínskt efnahagslíf. Þannig hefur tollfrjáls úkraínskur kjúklingur verið boðinn í verzlunum á verði sem íslenzkir neytendur hafa ekki séð áður. Bændasamtök Íslands voru eini umsagnaraðilinn sem lagðist gegn þessum stuðningi við Úkraínu, á þeim forsendum að tollfrjálsar úkraínskar landbúnaðarvörur gætu veitt íslenzkri framleiðslu samkeppni. Lítil reisn var yfir þeirri afstöðu til stuðnings Íslands við starfssystkini íslenzkra bænda, sem eiga í vök að verjast vegna stríðsátaka. Hvar er frumvarpið um framlengingu? Enn bólar ekkert á nýju frumvarpi fjármálaráðherra um áframhaldandi tollfrelsi úkraínskra vara, þótt skammur tími sé til stefnu að ganga frá endurnýjun lagaákvæðisins áður en það fellur úr gildi. Kannski er það vegna þess að Bændasamtökin halda áfram að kvarta yfir þessari takmörkuðu samkeppni við innlenda framleiðslu og hagsmunaaðilar í landbúnaðinum liggja þessa dagana í ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðið óbreytt. Hversu mikil reisn væri yfir því að áframhaldandi tollfrelsi fyrir útflutningsvörur Úkraínu vantaði í aðgerðapakkann sem forsætisráðherrann ætlar að kynna eftir nokkra daga? Er það raunverulega svo að hagsmunir innlendra kjúklingaframleiðenda, fáeinna fyrirtækja í þröngu eignarhaldi, vegi þyngra en stuðningur við efnahagslíf okkar stríðshrjáða vinaríkis? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun