Enski boltinn

Sjáðu mynd­bandið: Jóhann Berg og víkinga­klappið á­berandi í nýrri kitlu

Aron Guðmundsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley 
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley  Vísir/Getty

Heimilda­þættir um magnaða endur­komu enska knatt­spyrnu­fé­lagsins Burnl­ey í ensku úr­vals­deildina fara í sýningu fyrir upp­haf næsta knatt­spyrnu­tíma­bils í Eng­landi. Þetta er stað­fest í yfir­lýsingu sem birtist á heima­síðu Burnl­ey í dag.

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn Jóhann Berg Guð­munds­son er leik­maður Burnl­ey og má sjá hann sem og víkinga­klappið í nýrri kitlu sem hefur verið gefin út sam­hliða til­kynningu um væntan­lega þætti.

Í þáttunum er fylgst með falli Burnl­ey úr ensku úr­vals­deildinni á síðasta tíma­bili og er liðinu fylgt í gegnum mikla um­bóta­tíma á yfir­standandi tíma­bili þar sem Burnl­ey bar höfuð og herðar yfir keppi­nauta sína í ensku B-deildinni undir stjórn Belgans Vincent Kompany og tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Er á­horf­endum veitt inn­sýn á bak við tjöldin hjá fé­laginu og skiptir þar ekki máli hvort um er að ræða stjórnar­fundi fé­lagsins eða liðs­fundi inn í búnings­klefanum.

Það er Sky Docu­mentaries sem að fram­leiðir þættina í sam­starfi með NOW en þeir fara í sýningu fyrir næsta tíma­bil.

Kitluna má sjá hér fyrir neðan: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×