Enski boltinn

For­ráða­menn Totten­ham hafa fundað með Nagels­mann

Aron Guðmundsson skrifar
Julian Nagelsmann, fyrrum knattspyrnustjóri Bayern Munchen
Julian Nagelsmann, fyrrum knattspyrnustjóri Bayern Munchen

For­ráða­menn enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Totten­ham hafa fundað með þýska knatt­spyrnu­stjóranum Juli­an Nagels­mann og er hann sagður hafa á­huga á því að taka við stjórnar­taumunum hjá fé­laginu. Frá þessu greinir Sky Germany í kvöld.

Nagels­mann er án starfs en honum var sagt upp störfum hjá þýska stór­veldinu Bayern Munchen fyrr á árinu.

Þjóð­verjinn ku hafa átt í við­ræðum við Chelsea sem síðan runnu út í sandinn en Sky greinir nú frá því að for­ráða­menn Totten­ham hafi sett sig í sam­band við knatt­spyrnu­stjórann.

Þessi 35 ára gamli knatt­spyrnu­stjóri er sagður hafa á­huga á knatt­spyrnu­stjóra stöðunni hjá Totten­ham en Bayern Munchen getur enn gert til­kall til þess að greitt sé fyrir hann á­kveðið verð þó svo að hann starfi ekki lengur hjá fé­laginu.

Ryan Mason er nú­verandi bráða­birgða­stjóri Totten­ham sem tók á sínum tíma á­kvörðun um að reka Antonio Conte úr starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×