„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. maí 2023 23:00 Hörður Axel verður ekki þjálfari kvennaliðs Keflavíkur á næstu leiktíð. Vísir Hörður Axel Vilhjálmsson segir að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur gert að hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00
Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti