Fótbolti

Sjáðu mynd­bandið: Liðs­fé­lagi Andra skallaði stöngina af reiði eftir ó­trú­leg mis­tök

Aron Guðmundsson skrifar
Cillessen var skiljanlega ekki ánægður með sjálfan sig eftir þessi skelfilegu og afrifaríku mistök
Cillessen var skiljanlega ekki ánægður með sjálfan sig eftir þessi skelfilegu og afrifaríku mistök Vísir/Skjáskot

Jasper Cillessen, fyrrum lands­liðs­mark­vörður Hollands í knatt­spyrnu og nú­verandi mark­vörður NEC Nij­megen, gerði sig sekan um afar slæm mis­tök í leik liðsins gegn Heeren­veen í hollensku úr­vals­deildinni í gær.

Mynd­band af mis­tökum Cilles­sen hefur farið eins og eldur um sinu á sam­fé­lags­miðlum og ljóst að þessi reynslu­mikli mark­vörður hefði átt að gera mun betur en raun var vitni.

Gestirnir í Heeren­veen komust yfir í leiknum en tvö mörk frá NEC sáu til þess að liðið var í for­ystu þegar að­eins tíu mínútur eftir lifðu leiks.

S­yd­n­ey van Hoojiodnk jafnaði metin fyrir Heeren­veen með marki á 82. mínútu og að­eins fimm mínútum síðar átti liðs­fé­lagi hans, Antoine Colassin, laust skot að marki.

Cillessen, sem stóð í marki NEC, taldi sig hafa fulla stjórn á að­stæðum og mat það sem svo að boltinn væri á leiðinni fram hjá markinu.

Svo varð ekki raunin, boltinn fór í innan­verða mark­s­töngina og endaði í netinu. Við­brögð Cillessen við því voru skiljan­lega lituð af miklum von­brigðum og skallaði hann mark­s­töngina af reiði.

Mynd­band af at­vikinu má sjá hér fyrir neðan en Ís­lendingurinn Andri Fannar Baldurs­son er liðs­fé­lagi Cillessen hjá NEC. Hann kom ekkert við sögu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×