Höfuðkúpubrotnaði eftir hnefahögg á djamminu Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 13:59 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda manni fyrir utan skemmtistað á Reykjanesi í október árið 2021. Hlaut árásarþoli höfuðkúpubrot og alvarlega varanlega áverka á höfði. Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðarins en samkvæmt vitnum hafði árásarþoli verið utan í árásarmanninum allt kvöldið. Sá síðarnefndi hafi augljóslega lítið viljað með hann hafa. Í skýrslu lögreglu sagði árásarmaðurinn að þeir þekktust ekki mikið en væru kunningjar af djamminu. Árásarþoli hafi verið mjög æstur og árásargjarn umrætt kvöld en eftir lokun skemmtistaðarins hafi hann verið í því að ýta í fólk fyrir utan staðinn. Bað hann manninn um að hætta því og í kjölfar þess reis ágreiningur þeirra á milli sem endaði með því að árásarmaðurinn kýldi árásarþola með krepptum hnefa undir hökuna. Við höggið féll maðurinn aftur fyrir sig og skallaði jörðina. Við það hlaut hann blæðingu eða mar í og við heila og höfuðkúpubrot. Blæðingin var svo mikil að hún olli þrýstingi á heilavef og því þurfti að framkvæma bráðaaðgerð á manninum til að tæma út blæðingu og létta á þrýstingi. Fela áverkarnir í sér hugræna skerðingu, hafa áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Árásarmaðurinn var samvinnuþýður við rannsókn lögreglu og fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust. Sagði lögmaður hans að þetta eina högg hafi þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Afleiðingarnar hafi í raun verið óhappatilvik þar sem aðferðin í sjálfu sér hafi ekki verið hættuleg. Héraðsdómi Reykjaness þótti sex mánaða skilorðsbundin fangelsisvist rétt í málinu og er honum gert að greiða árásarþola tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Næturlíf Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Atvikið átti sér stað eftir lokun skemmtistaðarins en samkvæmt vitnum hafði árásarþoli verið utan í árásarmanninum allt kvöldið. Sá síðarnefndi hafi augljóslega lítið viljað með hann hafa. Í skýrslu lögreglu sagði árásarmaðurinn að þeir þekktust ekki mikið en væru kunningjar af djamminu. Árásarþoli hafi verið mjög æstur og árásargjarn umrætt kvöld en eftir lokun skemmtistaðarins hafi hann verið í því að ýta í fólk fyrir utan staðinn. Bað hann manninn um að hætta því og í kjölfar þess reis ágreiningur þeirra á milli sem endaði með því að árásarmaðurinn kýldi árásarþola með krepptum hnefa undir hökuna. Við höggið féll maðurinn aftur fyrir sig og skallaði jörðina. Við það hlaut hann blæðingu eða mar í og við heila og höfuðkúpubrot. Blæðingin var svo mikil að hún olli þrýstingi á heilavef og því þurfti að framkvæma bráðaaðgerð á manninum til að tæma út blæðingu og létta á þrýstingi. Fela áverkarnir í sér hugræna skerðingu, hafa áhrif á vitræna getu, skerðingu á athygli, minni og málfærni, veikleika í stýrifærni og erfiðleika með einbeitingu. Árásarmaðurinn var samvinnuþýður við rannsókn lögreglu og fyrir dómi játaði hann brot sitt skýlaust. Sagði lögmaður hans að þetta eina högg hafi þó haft ófyrirséðar afleiðingar. Afleiðingarnar hafi í raun verið óhappatilvik þar sem aðferðin í sjálfu sér hafi ekki verið hættuleg. Héraðsdómi Reykjaness þótti sex mánaða skilorðsbundin fangelsisvist rétt í málinu og er honum gert að greiða árásarþola tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira