Harden magnaður þegar Philadelphia jafnaði metin eftir framlengdan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 23:01 James Harden fagnar hér með stuðningsmönnum eftir sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Stórkostleg frammistaða James Harden leiddi Philadelphia 76´ers til sigurs gegn Boston Celtics í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-2. Boston leiddi einvígið gegn Philadelphia 2-1 fyrir leikinn í kvöld og James Harden þurfti að sanna sig upp á nýtt eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leiknum sem 76´ers vann í Boston. Í síðustu tveimur leikjum einvígisins hafði hann aðeins hitt úr fimm af tuttugu og átta skotum utan af velli og aðeins skorað tvær þriggja stiga körfur. Harden tók áskoruninni heldur betur í kvöld. Hann átti gjörsamlega frábæran leik í 116-115 sigri Philadelphia 76´ers en leikurinn fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 107-107 að loknu venjulegum leiktíma. Harden jafnaði metin þegar rúmar fimmtán sekúndur voru eftir með góðri körfu þar sem hann fór illa með vörn Boston Celtics. JAMES HARDEN WITH 39.SENDS GAME 4 INTO OVERTIME.GET TO ESPN! pic.twitter.com/K5kQ7ZFXe4— NBA (@NBA) May 7, 2023 Framlengingin var æsispennandi. Joel Embiid skoraði tvö stiga af vítalínunni þegar 56 sekúndur voru eftir og kom þá Philadelphia í 113-112 forystu. Jayson Tatum skoraði hins vegar þriggja stiga körfu í næstu sókn Boston og kom gestunum 115-113 yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru eftir. James Harden var þó ekki hættur. Þegar 18 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu úr horninu eftir sendingu Embiid og kom Philadelphia aftur einu stigi yfir 116-115. JAMES HARDEN GAME-WINNER.42 POINTS IN THE GAME 4 WIN.SERIES TIED AT 2-2.#PLAYOFFMODE pic.twitter.com/FVG2pYJ9CC— NBA (@NBA) May 7, 2023 Boston fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin. Marcus Smart náði að koma boltanum ofan í körfuna en því miður fyrir hann var tíminn liðinn áður en hann sleppti boltanum. Dómararnir fóru skjáinn til að fá það staðfest og áhorfendur í Wells Fargo Center trylltust af fögnuðu þegar niðurstaðan lá fyrir. Lokatölur 116-115 fyrir Philadelphia 76´ers sem jafnar þar með metin í einvíginu. Smart's three comes after the buzzer.76ers win 116-115 to tie the series at 2-2!Wells Fargo Center is LOUD pic.twitter.com/YGvIRlxOEi— NBA (@NBA) May 7, 2023 James Harden átti magnaðan leik fyrir Philadelphia í kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal fjórum boltum. Stórkostleg frammistaða. Joel Embiid kom næstur með 34 stig og þrettán fráköst en þeir Jaylen Bowen, Jayson Tatum og Marcus Smart skoruðu allir yfir tuttugu stig fyrir Boston Celtics. NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Boston leiddi einvígið gegn Philadelphia 2-1 fyrir leikinn í kvöld og James Harden þurfti að sanna sig upp á nýtt eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leiknum sem 76´ers vann í Boston. Í síðustu tveimur leikjum einvígisins hafði hann aðeins hitt úr fimm af tuttugu og átta skotum utan af velli og aðeins skorað tvær þriggja stiga körfur. Harden tók áskoruninni heldur betur í kvöld. Hann átti gjörsamlega frábæran leik í 116-115 sigri Philadelphia 76´ers en leikurinn fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 107-107 að loknu venjulegum leiktíma. Harden jafnaði metin þegar rúmar fimmtán sekúndur voru eftir með góðri körfu þar sem hann fór illa með vörn Boston Celtics. JAMES HARDEN WITH 39.SENDS GAME 4 INTO OVERTIME.GET TO ESPN! pic.twitter.com/K5kQ7ZFXe4— NBA (@NBA) May 7, 2023 Framlengingin var æsispennandi. Joel Embiid skoraði tvö stiga af vítalínunni þegar 56 sekúndur voru eftir og kom þá Philadelphia í 113-112 forystu. Jayson Tatum skoraði hins vegar þriggja stiga körfu í næstu sókn Boston og kom gestunum 115-113 yfir þegar rúmar 26 sekúndur voru eftir. James Harden var þó ekki hættur. Þegar 18 sekúndur voru eftir skoraði hann þriggja stiga körfu úr horninu eftir sendingu Embiid og kom Philadelphia aftur einu stigi yfir 116-115. JAMES HARDEN GAME-WINNER.42 POINTS IN THE GAME 4 WIN.SERIES TIED AT 2-2.#PLAYOFFMODE pic.twitter.com/FVG2pYJ9CC— NBA (@NBA) May 7, 2023 Boston fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir lokin. Marcus Smart náði að koma boltanum ofan í körfuna en því miður fyrir hann var tíminn liðinn áður en hann sleppti boltanum. Dómararnir fóru skjáinn til að fá það staðfest og áhorfendur í Wells Fargo Center trylltust af fögnuðu þegar niðurstaðan lá fyrir. Lokatölur 116-115 fyrir Philadelphia 76´ers sem jafnar þar með metin í einvíginu. Smart's three comes after the buzzer.76ers win 116-115 to tie the series at 2-2!Wells Fargo Center is LOUD pic.twitter.com/YGvIRlxOEi— NBA (@NBA) May 7, 2023 James Harden átti magnaðan leik fyrir Philadelphia í kvöld. Hann skoraði 42 stig, tók átta fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal fjórum boltum. Stórkostleg frammistaða. Joel Embiid kom næstur með 34 stig og þrettán fráköst en þeir Jaylen Bowen, Jayson Tatum og Marcus Smart skoruðu allir yfir tuttugu stig fyrir Boston Celtics.
NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira