Íslenski boltinn

Þór/KA stelpurnar skiluðu klefanum tandur­hreinum eftir leikinn í Eyjum í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þór/KA hefur náð í sex stig og ekki fengið á sig mark í tveimur fyrstu útileikjum sínum í sumar.
Þór/KA hefur náð í sex stig og ekki fengið á sig mark í tveimur fyrstu útileikjum sínum í sumar. Vísir/Vilhelm

Húsverðir landsins fagna því eflaust að fá Þór/KA stelpurnar í heimsókn í sumar. Húsvörðurinn í Vestmannaeyjum í gær kvartar örugglega ekki eftir gærdaginn.

Þór/KA vann 1-0 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Bestu deild kvenna í gær og hefur þar með unnið tvo fyrstu útileiki sína 1-0. Sandra María Jessen skoraði eina mark leiksins alveg eins og á móti Stjörnunni í Garðabæ í fyrstu umferðinni.

Eftir leikinn þá tóku Þór/KA stelpurnar sig til og tóku vel til í búningsklefanum sínum. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir ofan þá skiluðu þær klefanum sínum alveg tandurhreinum.

„Hreint mark, hreinn klefi. Skemmtilegri heimferð,“ skrifuðu þær síðan við myndbandið á Instagram síðu liðsins.

Þetta er til algjörar fyrirmyndar en hingað til hafa japönsku fótboltalandsliðin verið þekktust fyrir að taka svona vel til eftir sig áður en þau yfirgefa búningsklefa sína.'

Mörkin úr leikjum Bestu deildar kvenna má finna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×