Körfubolti

Shaq bað Devin Booker afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Devin Booker er búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni.
Devin Booker er búinn að vera frábær í þessari úrslitakeppni. AP/Matt York

Shaquille O'Neal er maður yfirlýsinganna en hann er líka maður sem getur skipt um skoðun og beðið menn afsökunar.

Shaq starfar sem sérfræðingur um NBA-deildina hjá TNT sjónvarpsstöðinni og nú stendur yfir úrslitakeppnin.

Ein af stærstu stjörnum úrslitakeppninnar í ár er Devin Booker hjá Phoenix Suns.

Booker hefur verið að skila stigaskori í úrslitakeppninni sem við höfum ekki séð síðan Michael Jordan var að spila og strákurinn átti enn einn stórleikinn í sigri Suns í nótt.

Booker var þá með 36 stig og 12 stoðsendingar en hann hitti úr 14 af 18 skotum sínum utan af velli.

Eftir einn stórleikinn fyrr í þessari úrslitakeppni þá hafði Shaq enga trú á því að Booker gæti átt annan eins skotleik. Hann afsannaði það í nótt og Shaq bað hann afsökunar í beinni eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í úrslitakeppninni er Booker með 36,9 stig og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann var með 27,8 stig og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í deildarkeppninni. Hann hefur líka hitti úr yfir sextíu prósent skota sinna í úrslitakeppninni í ár og er líka að stela yfir tveimur boltum að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×