Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Árni Jóhannsson skrifar 8. maí 2023 21:10 vísir/hulda margrét Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson. Leikurinn byrjaði mjög varfærnislega fyrir bæði lið. Ekki var mikið um færi en það sást mjög fljótt að Fram náði betur að halda boltanum innan síns liðs og fengu oft og tíðum mjög mikið pláss til að athafna sig um allan völl. Stjörnumenn náðu ekki upp neinum takti sóknarlega og gerðu fáar atlögur að heimamönnum allavega lengst af leiknum. Heimamenn komust yfir á 28. mínútu þegar Fred tók hornspyrnu. Hornspyrnan var góð og Stjörnumenn gjörsamlega sofandi í varnarleik sínum. Orri Sigurjónsson þakkaði fyrir það og stýrði boltanum í netið úr markteignum þar sem hann stóð aleinn. Forskotið komið til heimamanna og það verðskuldað. Stjörnumenn vöknuðu örlítið við markið og þurfti Orri Sigurjónss. að vera mættur skömmu seinna á sína eigin marklínu til að hreinsa burt skalla frá Sindra Þór Ingimarssyni en fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiks. Fram með góð tök á leiknum. Voru beinskeyttari sóknarlega og ákafari varnarlega sem var þveröfugt við gestina sem gáfu heimamönnum mikið pláss og voru ómarkvissir sóknarlega. Framarar byrjuðu svo seinni hálfleikinn með svipuðum hætti og þeir spiluðu fyrri hálfleikinn. Héldu boltanum vel án þess að skapa sér mikið af tækifærum sem þó voru nokkur. Á 59. mínútu dró svo til tíðinda. Heimamann náðu að spila vel á milli sín, inn og út úr teig Stjörnumanna áður en Fred lagði boltann fyrir Aron Jóhannsson sem tók boltann viðstöðulaust og hamraði honum neðst í markhornið nær. Árni Snær í markinu teygði sig eins langt og hann gat án þess að koma nokkrum vörnum við. Leikurinn þróaðist á sama veg og áður alveg þangað til um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Þá notuðu Stjörnumenn annan skipti gluggann sinn sem gerði það að verkum að aukinn kraftur færðist í leik þeirra. Kjartan Már Kjartansson og Guðmundur Baldvin Nökkvason komu inn á og átti sá síðarnefndi eftir að skora þremur mínútum síðar. Boltanum var spilað af Ísaki Andra Sigurgeirssyni inn á teig þar sem Guðmundur náði skoti í gegnum lappirnar á varnarmanni og í fjærhornið. Skömmu áður hafði Ólafur Íshólm varið með ótrúlegum hætti frá Ísaki Andra þegar hann stóð um það bil 50 cm frá markinu og náði skoti. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og áttu mögulega að fá víti þegar boltinn fór að blaðamanni sýndist í hendi á varnarmanni Fram þegar venjulegum leiktíma var lokið. Ekkert dæmt og leikurinn rann út og heimamenn fögnuðu vel og innilega. Stjarnan þarf hinsvegar að fara í skoðun á því hvernig er hægt að snúa genginu við. Afhverju vann Fram? Þeir stýrðu leiknum í 80 mínútur í það minnsta. Voru beinskeyttari fram á við, héldu boltanum mikið betur innan liðsins og ákafari í varnarleik sínum. Náðu svo að nýta tvö af færunum sínum sem var eins gott því Stjarnan klóraði í bakkann. Stjörnumenn hinsvegar leyfðu Fram að hafa nóg pláss og þegar þeir reyndu að sækja var sóknarleikurinn mjög ómarkviss. Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk mjög illa að halda boltanum og þegar nokkrar sendingar voru komnar í röð hjá liðinu þá klúðraðist sendingin, nánast undantekningalaust, sem átti að skapa usla hjá Fram. Þá voru þeir sofandi í fyrsta markinu og komust ekki nálægt mönnum í seinna marki Fram. Bestir á vellinum? Það voru margir hjá Fram sem koma til greina sem maður leiksins en Fred náði að senda tvær stoðsendingar ásamt því að skapa usla þegar hann komst á ról og hlýtur hann nafnbótina. Tryggvi Snær Geirsson, Aron Jóhannsson og Brynjar Gauti Guðjónsson voru einnig mjög góðir. Það var í raun og veru bara Árni Snær Ólafsson sem komst vel frá sínu í kvöld þrátt fyrir tvö mörk fengin á sig. Hann varði oft og tíðum það sem kom að marki og sá til þess að það var enn séns fyrir Stjörnuna í lok leiksins. Hvað næst? Bæði lið eiga við andstæðinga sem eru á svipuðum slóðum og þeir sjálfir í næstu umferð. Stjarnan fær ÍBV í heimsókn og Fram fer í Árbæinn og eiga við Fylki. Fram gæti náð í þriðja sigurinn í röð á meðan Stjörnumenn þurfa að nýta sinn leik til að snúa genginu við. Fred: „Við stefnum á topp sex. Að sjálfsögðu“ „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið liðssigur“, sagði maður leiksins Frederico Bello Saravia eða Fred þegar hann var spurður um hvað hafi verið vel gert hjá Fram í kvöld. „Þetta voru mikilvægi þrjú stig og það sem skilaði þessu var fyrst og fremst að við vorum að vinna einvígin okkar um allan völl. Það var það sem skipti máli.“ Fred var spurður að því hvort honum hafi ekki fundist frammistaðan, varnarlega og sóknarlega, hafa verið mjög góð í kvöld. Hann vildi meina að koma Ragnars Sigurðssonar hafi bætt varnarleik liðsins mikið. „Síðan Raggi kom inn þá höfum við bætt varnarleikinn mjög mikið, lært mikið af honum og erum að bæta okkur á hverjum degi. Svo er Fram með eitt af bestu sóknarliðunum í deildinni.“ Fred gaf tvær stoðsendingar í kvöld og var spurður að því hvernig hann væri að meta sína eigin frammistöðu í upphafi tímabils. „Mér líður mjög vel og mér finnst ég hafa byrjað vel. Mikið betur en í fyrra þegar ég átti erfitt uppdráttar vegna meiðsla. Ég hef komið inn í þetta tímabil í betra formi og líður vel. Langar í meira.“ Að lokum var Fred spurður að því hversu langt þetta Fram lið gæti náð nú þegar tveir sigrar væru komnir í hús og spilamennskan að batna. „Við stefnum á topp sex. Að sjálfsögðu. Ætlum að vinna alla leiki heima.“ Jón Sveinss.: Við vorum sterkara liðið í dag „Ég er gífurlega sáttur með frammistöðuna. Við vorum töluvert sterkari í leiknum en að sjálfsögðu kemur smá stress í lokin þegar þeir ná að setja eitt. Við vorum klaufar að vera ekki búnir að gera út um leikinn þegar að því kom“, sagði sigurreifur þjálfari Fram þegar hann var spurður hvort frammistaða liðsins hans vekti ekki kátínu. Jón var þá spurður að því hvort hans menn hefðu ekki mátt setja fleiri mörk í kvöld. „Já við fengum færi og komumst í góðar stöður en vorum þá of mikið í því að reyna að gefa á næsta mann án þess að klára færin. Tvö dugðu í dag og við erum kátir í dag.“ Það kom Jón á óvart hvað Stjörnumenn gáfu hans mönnum mikið pláss en hann var beðinn um að leggja mat á Stjörnumenn. „Þeir komu kannski pínu á óvart já. Þeir hafa verið „aggressívir“ og maður sá þá á móti Blikum til dæmis þar sem þeir héldu þeim í skefjum og sama á móti Val. Við vorum hinsvegar sterkara liðið í dag og mættum tilbúnir. Það er fyrst og fremst að menn séu tilbúnir að mæta tilbúnir til leiks, hlaupa og vinna vinnuna sína. Ég ætla ekki að gera þeim það upp að hafa ekki hugarfarið í lagi. Þeir eru hinsvegar í þannig stöðu að vera í vandræðum og ekki verið að fá stig í leikjum sem þeir eru öflugir í. Þá eru lið svolítið brothætt og við náðum yfirhöndinni í dag og þá gáfu þeir pínulítið eftir. Ég er bara ánægður með að við séum að ná stíganda í leik okkar og höldum áfram að byggja ofan á góðar frammistöður undanfarið.“ Þessir tveir leikir eru heldur betur góðar vörður í vegferðinni sem Fram er á ekki satt? „Já vissulega og heimavöllurinn er að gefa okkur stig og við viljum hafa það þannig. Svo þurfum við bara að vera klárir í næsta verkefni á morgun.“ Besta deild karla Fram Stjarnan
Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson. Leikurinn byrjaði mjög varfærnislega fyrir bæði lið. Ekki var mikið um færi en það sást mjög fljótt að Fram náði betur að halda boltanum innan síns liðs og fengu oft og tíðum mjög mikið pláss til að athafna sig um allan völl. Stjörnumenn náðu ekki upp neinum takti sóknarlega og gerðu fáar atlögur að heimamönnum allavega lengst af leiknum. Heimamenn komust yfir á 28. mínútu þegar Fred tók hornspyrnu. Hornspyrnan var góð og Stjörnumenn gjörsamlega sofandi í varnarleik sínum. Orri Sigurjónsson þakkaði fyrir það og stýrði boltanum í netið úr markteignum þar sem hann stóð aleinn. Forskotið komið til heimamanna og það verðskuldað. Stjörnumenn vöknuðu örlítið við markið og þurfti Orri Sigurjónss. að vera mættur skömmu seinna á sína eigin marklínu til að hreinsa burt skalla frá Sindra Þór Ingimarssyni en fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiks. Fram með góð tök á leiknum. Voru beinskeyttari sóknarlega og ákafari varnarlega sem var þveröfugt við gestina sem gáfu heimamönnum mikið pláss og voru ómarkvissir sóknarlega. Framarar byrjuðu svo seinni hálfleikinn með svipuðum hætti og þeir spiluðu fyrri hálfleikinn. Héldu boltanum vel án þess að skapa sér mikið af tækifærum sem þó voru nokkur. Á 59. mínútu dró svo til tíðinda. Heimamann náðu að spila vel á milli sín, inn og út úr teig Stjörnumanna áður en Fred lagði boltann fyrir Aron Jóhannsson sem tók boltann viðstöðulaust og hamraði honum neðst í markhornið nær. Árni Snær í markinu teygði sig eins langt og hann gat án þess að koma nokkrum vörnum við. Leikurinn þróaðist á sama veg og áður alveg þangað til um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Þá notuðu Stjörnumenn annan skipti gluggann sinn sem gerði það að verkum að aukinn kraftur færðist í leik þeirra. Kjartan Már Kjartansson og Guðmundur Baldvin Nökkvason komu inn á og átti sá síðarnefndi eftir að skora þremur mínútum síðar. Boltanum var spilað af Ísaki Andra Sigurgeirssyni inn á teig þar sem Guðmundur náði skoti í gegnum lappirnar á varnarmanni og í fjærhornið. Skömmu áður hafði Ólafur Íshólm varið með ótrúlegum hætti frá Ísaki Andra þegar hann stóð um það bil 50 cm frá markinu og náði skoti. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og áttu mögulega að fá víti þegar boltinn fór að blaðamanni sýndist í hendi á varnarmanni Fram þegar venjulegum leiktíma var lokið. Ekkert dæmt og leikurinn rann út og heimamenn fögnuðu vel og innilega. Stjarnan þarf hinsvegar að fara í skoðun á því hvernig er hægt að snúa genginu við. Afhverju vann Fram? Þeir stýrðu leiknum í 80 mínútur í það minnsta. Voru beinskeyttari fram á við, héldu boltanum mikið betur innan liðsins og ákafari í varnarleik sínum. Náðu svo að nýta tvö af færunum sínum sem var eins gott því Stjarnan klóraði í bakkann. Stjörnumenn hinsvegar leyfðu Fram að hafa nóg pláss og þegar þeir reyndu að sækja var sóknarleikurinn mjög ómarkviss. Hvað gekk illa? Stjörnunni gekk mjög illa að halda boltanum og þegar nokkrar sendingar voru komnar í röð hjá liðinu þá klúðraðist sendingin, nánast undantekningalaust, sem átti að skapa usla hjá Fram. Þá voru þeir sofandi í fyrsta markinu og komust ekki nálægt mönnum í seinna marki Fram. Bestir á vellinum? Það voru margir hjá Fram sem koma til greina sem maður leiksins en Fred náði að senda tvær stoðsendingar ásamt því að skapa usla þegar hann komst á ról og hlýtur hann nafnbótina. Tryggvi Snær Geirsson, Aron Jóhannsson og Brynjar Gauti Guðjónsson voru einnig mjög góðir. Það var í raun og veru bara Árni Snær Ólafsson sem komst vel frá sínu í kvöld þrátt fyrir tvö mörk fengin á sig. Hann varði oft og tíðum það sem kom að marki og sá til þess að það var enn séns fyrir Stjörnuna í lok leiksins. Hvað næst? Bæði lið eiga við andstæðinga sem eru á svipuðum slóðum og þeir sjálfir í næstu umferð. Stjarnan fær ÍBV í heimsókn og Fram fer í Árbæinn og eiga við Fylki. Fram gæti náð í þriðja sigurinn í röð á meðan Stjörnumenn þurfa að nýta sinn leik til að snúa genginu við. Fred: „Við stefnum á topp sex. Að sjálfsögðu“ „Ég held að þetta hafi fyrst og fremst verið liðssigur“, sagði maður leiksins Frederico Bello Saravia eða Fred þegar hann var spurður um hvað hafi verið vel gert hjá Fram í kvöld. „Þetta voru mikilvægi þrjú stig og það sem skilaði þessu var fyrst og fremst að við vorum að vinna einvígin okkar um allan völl. Það var það sem skipti máli.“ Fred var spurður að því hvort honum hafi ekki fundist frammistaðan, varnarlega og sóknarlega, hafa verið mjög góð í kvöld. Hann vildi meina að koma Ragnars Sigurðssonar hafi bætt varnarleik liðsins mikið. „Síðan Raggi kom inn þá höfum við bætt varnarleikinn mjög mikið, lært mikið af honum og erum að bæta okkur á hverjum degi. Svo er Fram með eitt af bestu sóknarliðunum í deildinni.“ Fred gaf tvær stoðsendingar í kvöld og var spurður að því hvernig hann væri að meta sína eigin frammistöðu í upphafi tímabils. „Mér líður mjög vel og mér finnst ég hafa byrjað vel. Mikið betur en í fyrra þegar ég átti erfitt uppdráttar vegna meiðsla. Ég hef komið inn í þetta tímabil í betra formi og líður vel. Langar í meira.“ Að lokum var Fred spurður að því hversu langt þetta Fram lið gæti náð nú þegar tveir sigrar væru komnir í hús og spilamennskan að batna. „Við stefnum á topp sex. Að sjálfsögðu. Ætlum að vinna alla leiki heima.“ Jón Sveinss.: Við vorum sterkara liðið í dag „Ég er gífurlega sáttur með frammistöðuna. Við vorum töluvert sterkari í leiknum en að sjálfsögðu kemur smá stress í lokin þegar þeir ná að setja eitt. Við vorum klaufar að vera ekki búnir að gera út um leikinn þegar að því kom“, sagði sigurreifur þjálfari Fram þegar hann var spurður hvort frammistaða liðsins hans vekti ekki kátínu. Jón var þá spurður að því hvort hans menn hefðu ekki mátt setja fleiri mörk í kvöld. „Já við fengum færi og komumst í góðar stöður en vorum þá of mikið í því að reyna að gefa á næsta mann án þess að klára færin. Tvö dugðu í dag og við erum kátir í dag.“ Það kom Jón á óvart hvað Stjörnumenn gáfu hans mönnum mikið pláss en hann var beðinn um að leggja mat á Stjörnumenn. „Þeir komu kannski pínu á óvart já. Þeir hafa verið „aggressívir“ og maður sá þá á móti Blikum til dæmis þar sem þeir héldu þeim í skefjum og sama á móti Val. Við vorum hinsvegar sterkara liðið í dag og mættum tilbúnir. Það er fyrst og fremst að menn séu tilbúnir að mæta tilbúnir til leiks, hlaupa og vinna vinnuna sína. Ég ætla ekki að gera þeim það upp að hafa ekki hugarfarið í lagi. Þeir eru hinsvegar í þannig stöðu að vera í vandræðum og ekki verið að fá stig í leikjum sem þeir eru öflugir í. Þá eru lið svolítið brothætt og við náðum yfirhöndinni í dag og þá gáfu þeir pínulítið eftir. Ég er bara ánægður með að við séum að ná stíganda í leik okkar og höldum áfram að byggja ofan á góðar frammistöður undanfarið.“ Þessir tveir leikir eru heldur betur góðar vörður í vegferðinni sem Fram er á ekki satt? „Já vissulega og heimavöllurinn er að gefa okkur stig og við viljum hafa það þannig. Svo þurfum við bara að vera klárir í næsta verkefni á morgun.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti