Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2023 12:25 Flugvél Play í háloftunum. Vísir/Vilhelm Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play. Mest sætanýting var í ferðum Play til Barcelona og London en þar var hún rúmlega 90 prósent. Á sama tíma hafi ferðir til annarra sólaráfangastaða félagsins reynst mjög vel. Í tilkynningu er dregin sú ályktun að fjölgun ferðamanna sé til marks um aukna vörumerkjavitund um félagið erlendis, aukið traust og öflugt sölustarf. Félagið sé staðráðið í að auka hlutdeild sína á þessum markaði. Af öllum farþegum PLAY í apríl voru 33,5% að ferðast frá Íslandi, 31% voru á leið til Íslands og 35,3% voru tengifarþegar. „Apríl var mjög góður sölumánuður sem er beint framhald á sterkri söluþróun fyrstu þriggja mánaða ársins, sem voru metsölumánuðir. Á sama tíma heldur meðalverð á hvern farþega áfram að hækka, sem og hliðartekjurnar að aukast. Bókanir fram á við haldast sterkar og þar má merkja umtalsvert sterkari bókunarstöðu miðað við sama tíma í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Stundvísi PLAY hafi verið með ágætum í apríl og numið 85,3 prósentum. „Þetta er vitnisburður um góða frammistöðu áhafna og starfsmanna á flugrekstrarsviði, sem kappkosta í hvívetna við að veita ávallt trausta og örugga þjónustu. Stundvísi PLAY hefur verið umtalsvert betri en hjá helstu samkeppnisaðilum á síðustu mánuðum, sem tryggir stöðu félagsins sem eins áreiðanlegasta flugfélags á mörkuðum þess.“ Flugáætlun til Aþenu framlengd vegna eftirspurnar Áfangastaðir félagsins verða 38 í Evrópu og í Norður-Ameríku á árinu og félagið verður með tíu flugvélar í rekstri . Hluti af langtímauppbyggingu leiðakerfisins er að auka framboð enn frekar og kynna inn nýjungar en veturinn 2023-24 mun PLAY meðal annars bjóða upp á: Síðdegisbrottfarir til Kaupmannahafnar og London Flug allt árið um kring til Lissabon Framlenging á flugáætlun félagsins til Aþenu vegna mikillar eftirspurnar Auka tíðni flugferða til Alicante og Tenerife Flug til nýju áfangastaðanna Fuerteventure and Verona Fréttir af flugi Play Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Play bætir við tveimur áfangastöðum næsta vetur Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum. 4. maí 2023 10:12 „Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 27. apríl 2023 16:02 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Mest sætanýting var í ferðum Play til Barcelona og London en þar var hún rúmlega 90 prósent. Á sama tíma hafi ferðir til annarra sólaráfangastaða félagsins reynst mjög vel. Í tilkynningu er dregin sú ályktun að fjölgun ferðamanna sé til marks um aukna vörumerkjavitund um félagið erlendis, aukið traust og öflugt sölustarf. Félagið sé staðráðið í að auka hlutdeild sína á þessum markaði. Af öllum farþegum PLAY í apríl voru 33,5% að ferðast frá Íslandi, 31% voru á leið til Íslands og 35,3% voru tengifarþegar. „Apríl var mjög góður sölumánuður sem er beint framhald á sterkri söluþróun fyrstu þriggja mánaða ársins, sem voru metsölumánuðir. Á sama tíma heldur meðalverð á hvern farþega áfram að hækka, sem og hliðartekjurnar að aukast. Bókanir fram á við haldast sterkar og þar má merkja umtalsvert sterkari bókunarstöðu miðað við sama tíma í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Stundvísi PLAY hafi verið með ágætum í apríl og numið 85,3 prósentum. „Þetta er vitnisburður um góða frammistöðu áhafna og starfsmanna á flugrekstrarsviði, sem kappkosta í hvívetna við að veita ávallt trausta og örugga þjónustu. Stundvísi PLAY hefur verið umtalsvert betri en hjá helstu samkeppnisaðilum á síðustu mánuðum, sem tryggir stöðu félagsins sem eins áreiðanlegasta flugfélags á mörkuðum þess.“ Flugáætlun til Aþenu framlengd vegna eftirspurnar Áfangastaðir félagsins verða 38 í Evrópu og í Norður-Ameríku á árinu og félagið verður með tíu flugvélar í rekstri . Hluti af langtímauppbyggingu leiðakerfisins er að auka framboð enn frekar og kynna inn nýjungar en veturinn 2023-24 mun PLAY meðal annars bjóða upp á: Síðdegisbrottfarir til Kaupmannahafnar og London Flug allt árið um kring til Lissabon Framlenging á flugáætlun félagsins til Aþenu vegna mikillar eftirspurnar Auka tíðni flugferða til Alicante og Tenerife Flug til nýju áfangastaðanna Fuerteventure and Verona
Fréttir af flugi Play Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Play bætir við tveimur áfangastöðum næsta vetur Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum. 4. maí 2023 10:12 „Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 27. apríl 2023 16:02 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Play bætir við tveimur áfangastöðum næsta vetur Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum. 4. maí 2023 10:12
„Þetta er að verða þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki“ Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 27. apríl 2023 16:02