Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Árni Jóhannsson skrifar 8. maí 2023 21:41 Ágúst Gylfason hefur nóg að hugsa um þessa dagana. Visir/ Diego Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. „Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
„Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10