„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:46 Brátt mun koma í ljós hvaða áhrif krýning nýs konungs mun hafa á breska konungsveldið. Aaron Chown/WPA Pool/Getty Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð. Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá ummælum forsætisráðherrans Ralph Gonsalves. Ráðherrann segir að hann myndi glaður þiggja afsökunarbeiðni frá breska ríkinu og konungsveldinu fyrir þrælahald fyrri alda. Karl er þjóðhöfðingi átta ríkja í Karíbahafinu. Á síðastliðnu ári hafa leiðtogar Bahamas, Belís, Grenada, Jamaíka, Sankti Kitts og Nevis, auk Antígva og Barbúda allir lýst því yfir að þau hyggist taka til endurskoðunar stöðu Karls sem þjóðhöfðingja. Umræðan fór á flug eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést á síðasta ári. Segir breskan þjóðhöfðingja móðgun Forsætisráðherrann Gonsalves segir að vera bresks þjóðhöfðingja í landinu móðgi þjóðina og minni hennar. Hann segist styðja breytingar á stjórnarskránni svo að landið verði lýðveldi með kjörinn forseta. Eyríkið hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009. Þar var almenningur spurður hvort hann væri til í að landið yrði lýðveldi með kjörinn forseta. 45 prósent kjósenda studdi myndun lýðveldis en tveir þriðju hluta kjósenda þarf til að breytingarnar gangi í gegn. Gonsales segist ætla að beita sér fyrir því að kosið verði aftur um málið. Þjóðin ósammála Þrátt fyrir sterkar skoðanir forsætisráðherrans hefur nýleg skoðanakönnun sýnt að 63 prósent þjóðarinnar myndi hafna stofnun lýðveldis á kostnað bresku krúnunnar. Einungis 34 prósent myndu styðja hugmyndina. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að það sé í höndum stjórnvalda hvers ríkis að ákveða breytingar á stjórnarskrá þeirra. Sjálfur segir Gonsalves að hann myndi taka fagnandi afsökunarbeiðni frá Karli vegna fortíðar Bretlands er varðar þrælahald. Karl III Bretakonungur Kóngafólk Sankti Vinsent og Grenadínur Bretland Bahamaeyjar Belís Grenada Jamaíka Sankti Kitts og Nevis Antígva og Barbúda Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá ummælum forsætisráðherrans Ralph Gonsalves. Ráðherrann segir að hann myndi glaður þiggja afsökunarbeiðni frá breska ríkinu og konungsveldinu fyrir þrælahald fyrri alda. Karl er þjóðhöfðingi átta ríkja í Karíbahafinu. Á síðastliðnu ári hafa leiðtogar Bahamas, Belís, Grenada, Jamaíka, Sankti Kitts og Nevis, auk Antígva og Barbúda allir lýst því yfir að þau hyggist taka til endurskoðunar stöðu Karls sem þjóðhöfðingja. Umræðan fór á flug eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést á síðasta ári. Segir breskan þjóðhöfðingja móðgun Forsætisráðherrann Gonsalves segir að vera bresks þjóðhöfðingja í landinu móðgi þjóðina og minni hennar. Hann segist styðja breytingar á stjórnarskránni svo að landið verði lýðveldi með kjörinn forseta. Eyríkið hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009. Þar var almenningur spurður hvort hann væri til í að landið yrði lýðveldi með kjörinn forseta. 45 prósent kjósenda studdi myndun lýðveldis en tveir þriðju hluta kjósenda þarf til að breytingarnar gangi í gegn. Gonsales segist ætla að beita sér fyrir því að kosið verði aftur um málið. Þjóðin ósammála Þrátt fyrir sterkar skoðanir forsætisráðherrans hefur nýleg skoðanakönnun sýnt að 63 prósent þjóðarinnar myndi hafna stofnun lýðveldis á kostnað bresku krúnunnar. Einungis 34 prósent myndu styðja hugmyndina. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að það sé í höndum stjórnvalda hvers ríkis að ákveða breytingar á stjórnarskrá þeirra. Sjálfur segir Gonsalves að hann myndi taka fagnandi afsökunarbeiðni frá Karli vegna fortíðar Bretlands er varðar þrælahald.
Karl III Bretakonungur Kóngafólk Sankti Vinsent og Grenadínur Bretland Bahamaeyjar Belís Grenada Jamaíka Sankti Kitts og Nevis Antígva og Barbúda Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira