Þegar að lífið fölnar í samanburði... Skúli Bragi Geirdal skrifar 9. maí 2023 10:31 Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind Tíminn er dýrmætur.Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu. Á meðal barna í elstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri eru 2 af hverjum 3 sem segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum* Um 80% barna á aldrinum 9-18 ára spila tölvuleiki. Um þriðjungur þeirra segist eyða miklum tíma í spilun þeirra** Ætlum við að nýta tímann eða drepa hann? Skjátími er ekki eins og reykingar. Hann þarf ekki að vera slæmur ef hann er nýttur vel. Skjátíma getum við nýtt á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, tjá okkur, leysa vandamál og margt fleira. Raunin er hinsvegar sú að skjátímann okkar getum við líka notað til að drepa tímann með því að fletta gegnum, eða láta leiða okkur áfram, tímunum saman af heilalausu afþreyingarefni. Þetta gerum við flest of oft og í óhófi, slíkan tíma ættum við að horfa í að takmarka. Ef við hugsum um heilann okkar eins og harðan disk í tölvu, ætlum við þá að fylla allt daglega geymsluplássið með rusli? Heilinn okkar er ekki fullþroskaður fyrr en um 25 ára aldurinn og því mikilvægt að huga að því að aðstoða börn og unglinga í því verkefni að finna sér leiðir til að nýta skjátímann á gagnlegan hátt. Kaupum skjátíma með skjátíma Það sem við sjáum þegar að við lítum upp frá eigin skjá eru aðrir fastir í sínum skjá. Í skjánum komumst við í samband við aðra en um leið eigum við það til að loka á þá sem eru í nánasta umhverfi okkar. Þá sem eru á staðnum og jafnvel að reyna að ná sambandi við okkur. „Ég þarf bara að klára eitt hérna...“ segjum við börnunum okkar á meðan við réttum þeim annan skjá svo við getum sinnt okkar. Við kaupum okkur skammvinnan frið þar til næsta rauða tilkynning dúkkar upp og öskrar af krafti á athygli okkar sama hversu óáríðandi erindið í raun er. Allan daginn alla daga. Á meðan við erum að keyra, borða, vinna, gera þarfir okkar, hitta vini, leika við börnin, horfa á annan skjá eða komin upp í rúm að sofa. „Þetta tekur bara smá stund...“ og við annaðhvort missum athyglina eða reynum með misjöfnum árangri að gera bæði á sama tíma. Þegar að lífið er grátt setjum við á það filter Ímyndum okkur samfélagsmiðil sem enginn notar eða tölvuleik sem enginn spilar. Án okkar eru þeir ekkert, en við eigum samt erfitt með að hugsa okkur lífið án þeirra. Líf þar sem raunveruleikinn okkar og við sjálf erum ekki nógu falleg án filters. Með því að nettengja okkur gegnum skjáinn upplifum við strax spennu og útrás, rússíbana tilfinninga, skjótfengna sigra og viðurkenningu annarra. Litir, hljóð, myndir, grafík o.fl. er nýtt til að grípa athygli okkar og síðan er spilað með taugaboðin í heilanum okkar til að halda okkur við efnið. Það þarf oft gríðarlega sjálfstjórn til að hætta að spila eða leggja símann frá sér. Sérstaklega fyrir börn sem átta sig verr á eigin mörkum en við sem eldri erum. Er grasið grænna hinum megin við skjáinn? Á mínum verstu dögum get ég setið tímunum saman í símanum og horft á bestu augnablik allra í kringum mig. Frá flottasta sjónarhorninu, með fallegustu lýsingunni, tekið með myndavélinni á nýjustu og dýrustu símunum og búið að fínpússa alla flekki og galla af með helstu öppum. Er ég þar að reyna að finna hamingjuna í öðrum því að ég finn hana ekki hjá sjálfum mér? Eða lætur það mér kannski bara líða verr? Líf mitt fölnar í samanburði. En hvað ef ég horfi upp úr símanum og veiti umhverfi mínu eftirtekt? Þar finn ég fólk sem á misjafna daga og lítur út eins og ég þegar að ég horfi í spegilinn. Raunveruleikinn er nefnilega ósvikinn. Samt reynum við stöðugt að flýja hann í von um grasið sé grænna hinum megin við skjáinn. Er kannski bara best að spyrja gervigreindina? „En hvað á ég að gera í staðinn?“ heyri ég gjarnan börnin segja þegar að ég legg það til að fara ekki með símann upp í rúm til þess að laga svefninn. Ef við ætlum að hjálpa þeim að búa til símalausar stundir þá þurfum við að hjálpa þeim að finna eitthvað annað í staðinn. Ef allir eru með síma í frímínútum þá get ég líka allt eins farið í símann minn þar. En ef allir eru að gera eitthvað annað, ætla ég þá að missa af því að vera með til að vera einn í símanum? Við þurfum að leggja tækin frá okkur til að gefa heilanum tækifæri til að hugsa, vinna úr upplýsingum og vera skapandi. Þannig leysum við vandamál og þannig finnum við okkur líka leiðir til að nýta og njóta tímans saman sem við eigum í þessu lífi. En kannski viljum við bara frekar spyrja gervigreindina og láta hana segja okkur hvernig við eigum að lifa lífinu. Höfum í huga að gervigreindin byggir á þeim upplýsingagrunni sem við eigum í dag, þar eru villur, frávik og skekkjur. Þessi tækni er því ekki fullkomin og alvitur. Til að vera frumleg og skapandi þarf hún okkur. Þegar kynlíf hættir að vera spennandi Hvað verður um upplifanir á okkar eigin skinni þegar að allt er alltaf betra og meira spennandi með því að nettengja sig? Verður það óspennandi að fara í sumarfrí með fjölskyldunni, út að leika með vinum, út að borða góðan mat á veitingastað ef engin tæki eru með í för til að magna upplifunina? Allir litlu sigrarnir í daglegu lífi hætta að kalla fram sömu ánægjutilfinningar því heilinn hefur vanist því að fá meira út úr upplifunum á neti, samfélagsmiðlum og í tölvuleikjum. Kynlíf verður leiðinlegt í samanburði við allt heimsins klámefni. Áhuginn á því að mæta í skólann hverfur við hlið tölvuleikja. Það að mæta á staðinn verður tilgangslaust þegar að auðveldara er að tengja sig. Á hvaða stað erum við komin þegar að það ekki lengur skemmtilegt að vera barn og unglingur og fá að upplifa allt í fyrsta skipti? Hvað verður um lífið þegar að það hefur misst allan lit og við getum ekki sótt neitt app til að laga það? Hvernig eyðum við þá tímanum til þess að upplifa gleði, ánægju og lífsfyllingu? Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. *Börn og netmiðlar - Tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum (2021) Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands ** Börn og netmiðlar - Tölvuleikir (2021) Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Börn og uppeldi Gervigreind Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind Tíminn er dýrmætur.Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu. Á meðal barna í elstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri eru 2 af hverjum 3 sem segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum* Um 80% barna á aldrinum 9-18 ára spila tölvuleiki. Um þriðjungur þeirra segist eyða miklum tíma í spilun þeirra** Ætlum við að nýta tímann eða drepa hann? Skjátími er ekki eins og reykingar. Hann þarf ekki að vera slæmur ef hann er nýttur vel. Skjátíma getum við nýtt á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, tjá okkur, leysa vandamál og margt fleira. Raunin er hinsvegar sú að skjátímann okkar getum við líka notað til að drepa tímann með því að fletta gegnum, eða láta leiða okkur áfram, tímunum saman af heilalausu afþreyingarefni. Þetta gerum við flest of oft og í óhófi, slíkan tíma ættum við að horfa í að takmarka. Ef við hugsum um heilann okkar eins og harðan disk í tölvu, ætlum við þá að fylla allt daglega geymsluplássið með rusli? Heilinn okkar er ekki fullþroskaður fyrr en um 25 ára aldurinn og því mikilvægt að huga að því að aðstoða börn og unglinga í því verkefni að finna sér leiðir til að nýta skjátímann á gagnlegan hátt. Kaupum skjátíma með skjátíma Það sem við sjáum þegar að við lítum upp frá eigin skjá eru aðrir fastir í sínum skjá. Í skjánum komumst við í samband við aðra en um leið eigum við það til að loka á þá sem eru í nánasta umhverfi okkar. Þá sem eru á staðnum og jafnvel að reyna að ná sambandi við okkur. „Ég þarf bara að klára eitt hérna...“ segjum við börnunum okkar á meðan við réttum þeim annan skjá svo við getum sinnt okkar. Við kaupum okkur skammvinnan frið þar til næsta rauða tilkynning dúkkar upp og öskrar af krafti á athygli okkar sama hversu óáríðandi erindið í raun er. Allan daginn alla daga. Á meðan við erum að keyra, borða, vinna, gera þarfir okkar, hitta vini, leika við börnin, horfa á annan skjá eða komin upp í rúm að sofa. „Þetta tekur bara smá stund...“ og við annaðhvort missum athyglina eða reynum með misjöfnum árangri að gera bæði á sama tíma. Þegar að lífið er grátt setjum við á það filter Ímyndum okkur samfélagsmiðil sem enginn notar eða tölvuleik sem enginn spilar. Án okkar eru þeir ekkert, en við eigum samt erfitt með að hugsa okkur lífið án þeirra. Líf þar sem raunveruleikinn okkar og við sjálf erum ekki nógu falleg án filters. Með því að nettengja okkur gegnum skjáinn upplifum við strax spennu og útrás, rússíbana tilfinninga, skjótfengna sigra og viðurkenningu annarra. Litir, hljóð, myndir, grafík o.fl. er nýtt til að grípa athygli okkar og síðan er spilað með taugaboðin í heilanum okkar til að halda okkur við efnið. Það þarf oft gríðarlega sjálfstjórn til að hætta að spila eða leggja símann frá sér. Sérstaklega fyrir börn sem átta sig verr á eigin mörkum en við sem eldri erum. Er grasið grænna hinum megin við skjáinn? Á mínum verstu dögum get ég setið tímunum saman í símanum og horft á bestu augnablik allra í kringum mig. Frá flottasta sjónarhorninu, með fallegustu lýsingunni, tekið með myndavélinni á nýjustu og dýrustu símunum og búið að fínpússa alla flekki og galla af með helstu öppum. Er ég þar að reyna að finna hamingjuna í öðrum því að ég finn hana ekki hjá sjálfum mér? Eða lætur það mér kannski bara líða verr? Líf mitt fölnar í samanburði. En hvað ef ég horfi upp úr símanum og veiti umhverfi mínu eftirtekt? Þar finn ég fólk sem á misjafna daga og lítur út eins og ég þegar að ég horfi í spegilinn. Raunveruleikinn er nefnilega ósvikinn. Samt reynum við stöðugt að flýja hann í von um grasið sé grænna hinum megin við skjáinn. Er kannski bara best að spyrja gervigreindina? „En hvað á ég að gera í staðinn?“ heyri ég gjarnan börnin segja þegar að ég legg það til að fara ekki með símann upp í rúm til þess að laga svefninn. Ef við ætlum að hjálpa þeim að búa til símalausar stundir þá þurfum við að hjálpa þeim að finna eitthvað annað í staðinn. Ef allir eru með síma í frímínútum þá get ég líka allt eins farið í símann minn þar. En ef allir eru að gera eitthvað annað, ætla ég þá að missa af því að vera með til að vera einn í símanum? Við þurfum að leggja tækin frá okkur til að gefa heilanum tækifæri til að hugsa, vinna úr upplýsingum og vera skapandi. Þannig leysum við vandamál og þannig finnum við okkur líka leiðir til að nýta og njóta tímans saman sem við eigum í þessu lífi. En kannski viljum við bara frekar spyrja gervigreindina og láta hana segja okkur hvernig við eigum að lifa lífinu. Höfum í huga að gervigreindin byggir á þeim upplýsingagrunni sem við eigum í dag, þar eru villur, frávik og skekkjur. Þessi tækni er því ekki fullkomin og alvitur. Til að vera frumleg og skapandi þarf hún okkur. Þegar kynlíf hættir að vera spennandi Hvað verður um upplifanir á okkar eigin skinni þegar að allt er alltaf betra og meira spennandi með því að nettengja sig? Verður það óspennandi að fara í sumarfrí með fjölskyldunni, út að leika með vinum, út að borða góðan mat á veitingastað ef engin tæki eru með í för til að magna upplifunina? Allir litlu sigrarnir í daglegu lífi hætta að kalla fram sömu ánægjutilfinningar því heilinn hefur vanist því að fá meira út úr upplifunum á neti, samfélagsmiðlum og í tölvuleikjum. Kynlíf verður leiðinlegt í samanburði við allt heimsins klámefni. Áhuginn á því að mæta í skólann hverfur við hlið tölvuleikja. Það að mæta á staðinn verður tilgangslaust þegar að auðveldara er að tengja sig. Á hvaða stað erum við komin þegar að það ekki lengur skemmtilegt að vera barn og unglingur og fá að upplifa allt í fyrsta skipti? Hvað verður um lífið þegar að það hefur misst allan lit og við getum ekki sótt neitt app til að laga það? Hvernig eyðum við þá tímanum til þess að upplifa gleði, ánægju og lífsfyllingu? Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. *Börn og netmiðlar - Tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum (2021) Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands ** Börn og netmiðlar - Tölvuleikir (2021) Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun