Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 11:45 Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00