Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 13:31 Maður gengur hjá myndum af Recep Tayyip Erdogan og Kemal Kilicdaroglu í Istanbúl. AP/Emrah Gurel Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem forsetinn hækkar laun opinberra starfsmanna í Tyrklandi um tugi prósenta. Hann tilkynnti hækkunina í sjónvarpsávarpi í morgun og sagði hann að hækkunin myndi ná til um sjö hundruð þúsund manns. Slæmt ásigkomulag hagkerfis Tyrklands hefur komið niður á kosningabaráttu Erdogans fyrir forsetakosningarnar seinna í mánuðinum. Erdogan leiðir Réttlætis- og þróunarflokkinn í Tyrklandi eða AKP. Hann er fæddur árið 1954 og hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi. Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 2003 en varð í kjölfarið forseti árið 2014. Hann mátti ekki verða forsætisráðherra aftur þar sem hann hafði setið þrjú kjörtímabili. AKP-flokkurinn beitti sér þá fyrir því að færa völd til forsetaembættisins og varð Erdogan kjörinn forseti. Völd forsetaembættisins hafa verið aukin til muna og hefur Erdogan verið lýst sem valdamesta manni Tyrklands frá dögum Atatúrks. Hermenn reyndu að ræna völdum af Erdogan árið 2016 en í kjölfar þess fóru forsvarsmenn AKP í umfangsmiklar hreinsanir í Tyrklandi þar sem tugir þúsunda voru fangelsaðir og reknir úr störfum. Recep Tayyip Erdogan hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi.AP/Burhan Ozbilici Líklega tvær lotur Tyrkir ganga til kosninga þann 14. maí, í fyrstu lotu nýrra forsetakosninga. Þrír menn hafa boðið sig fram gegn Erdogan. Einn þeirra stendur þó öðrum framar, miðað við skoðanakannanir og það er Kemal Kilicdaroglu, sem er frambjóðandi bandalags stjórnarandstöðuflokka í Tyrklandi. Hann hefur mælst með naumt forskot á Erdogan Sjá einnig: Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Kilicdaroglu hefur heitið því að auka frelsi og lýðræði í Tyrklandi á nýjan leik og gera stefnubreytingu með því markmið að færa Tyrkland nær Vesturlöndum aftur. Samkvæmt frétt BBC búast sérfræðingar við því að enginn frambjóðandi muni fá meira en helming atkvæða og því þurfi að halda aðrar kosningar þann 28. maí. Umfjöllun fjölmiðla í Tyrklandi þykir halla á stjórnarandstöðuna.AP/Emrah Gurel Kvörtuðu yfir ósanngjarnri kosningabaráttu Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í gær yfir yfirráðum Erdogans á fjölmiðlum í Tyrklandi og sögðu kosningabaráttuna vera ósanngjarna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er mikið til í því. Ríkisstjórnin, AKP og bakhjarlar flokksins stjórna um níutíu prósentum af fjölmiðlum Tyrklands, samkvæmt Blaðamönnum án landamæra, og hefur Erdogan fengið mun meiri og jákvæðari umfjöllun en Kilicdaroglu Stjórnarandstaðan vísar til þess að í apríl hafi verið fjallað um Erdogan í um 33 klukkustundir í stærstu sjónvarpsstöð landsins í ríkiseigu. Á sama tímabili mun hafa verið fjallað um Kilicdaroglu í 32 mínútur. Jarðskjálftinn kemur niður á Erdogan Jarðskjálftahrina sem lék íbúa Suður-Tyrklands grátt fyrr á árinu og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum hafa komið niður á vinsældum Erdogans. Blaðamaður BBC ræddi til að mynda við konu sem sagðist vilja sjá Erdogan dauðan. Það sagði hin 68 ára gamla kona, þrátt fyrir að hægt sé að dæma fólk í fangelsi fyrir að móðga forsetann. Tyrkir hafa margir hverjir gagnrýnt ríkisstjórn Tyrklands harðlega í kjölfar jarðskjálftanna, sem tugur þúsunda dóu vegna í Tyrkalndi og í Sýrlandi. Opinberar tölur segja rúmlega fimmtíu þúsund hafa dáið, bæði í Tyrklandi og í Sýrlandi, en talið er að raunverulegur fjöldi látinna sé mögulega mun hærri. Erdogan hefur verið sakaður um að leyfa verktökum að brjóta lög um byggingar húsa og að eftirlit með nýbyggingum hafi verið lítið sem ekkert. Tyrkir hafa einnig kvartað sáran yfir efnhagsaðstæðum í Tyrklandi, þar sem verðbólga er mjög há. Erdogan hefur heitið því að draga úr verðbólgu og lækka stýrivexti. Can Selcuki, stjórnmálasérfræðingur sem BBC ræddi við, segir að jarðskjálftinn og verðbólgan muni þó ekkert koma niður á Erdogan. Kosningarnar snúist ekki um frammistöðu hans heldur persónu. „Þeir sem vilja hann, vilja hann sama hvað.“ Tyrkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem forsetinn hækkar laun opinberra starfsmanna í Tyrklandi um tugi prósenta. Hann tilkynnti hækkunina í sjónvarpsávarpi í morgun og sagði hann að hækkunin myndi ná til um sjö hundruð þúsund manns. Slæmt ásigkomulag hagkerfis Tyrklands hefur komið niður á kosningabaráttu Erdogans fyrir forsetakosningarnar seinna í mánuðinum. Erdogan leiðir Réttlætis- og þróunarflokkinn í Tyrklandi eða AKP. Hann er fæddur árið 1954 og hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi. Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 2003 en varð í kjölfarið forseti árið 2014. Hann mátti ekki verða forsætisráðherra aftur þar sem hann hafði setið þrjú kjörtímabili. AKP-flokkurinn beitti sér þá fyrir því að færa völd til forsetaembættisins og varð Erdogan kjörinn forseti. Völd forsetaembættisins hafa verið aukin til muna og hefur Erdogan verið lýst sem valdamesta manni Tyrklands frá dögum Atatúrks. Hermenn reyndu að ræna völdum af Erdogan árið 2016 en í kjölfar þess fóru forsvarsmenn AKP í umfangsmiklar hreinsanir í Tyrklandi þar sem tugir þúsunda voru fangelsaðir og reknir úr störfum. Recep Tayyip Erdogan hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi.AP/Burhan Ozbilici Líklega tvær lotur Tyrkir ganga til kosninga þann 14. maí, í fyrstu lotu nýrra forsetakosninga. Þrír menn hafa boðið sig fram gegn Erdogan. Einn þeirra stendur þó öðrum framar, miðað við skoðanakannanir og það er Kemal Kilicdaroglu, sem er frambjóðandi bandalags stjórnarandstöðuflokka í Tyrklandi. Hann hefur mælst með naumt forskot á Erdogan Sjá einnig: Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Kilicdaroglu hefur heitið því að auka frelsi og lýðræði í Tyrklandi á nýjan leik og gera stefnubreytingu með því markmið að færa Tyrkland nær Vesturlöndum aftur. Samkvæmt frétt BBC búast sérfræðingar við því að enginn frambjóðandi muni fá meira en helming atkvæða og því þurfi að halda aðrar kosningar þann 28. maí. Umfjöllun fjölmiðla í Tyrklandi þykir halla á stjórnarandstöðuna.AP/Emrah Gurel Kvörtuðu yfir ósanngjarnri kosningabaráttu Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í gær yfir yfirráðum Erdogans á fjölmiðlum í Tyrklandi og sögðu kosningabaráttuna vera ósanngjarna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er mikið til í því. Ríkisstjórnin, AKP og bakhjarlar flokksins stjórna um níutíu prósentum af fjölmiðlum Tyrklands, samkvæmt Blaðamönnum án landamæra, og hefur Erdogan fengið mun meiri og jákvæðari umfjöllun en Kilicdaroglu Stjórnarandstaðan vísar til þess að í apríl hafi verið fjallað um Erdogan í um 33 klukkustundir í stærstu sjónvarpsstöð landsins í ríkiseigu. Á sama tímabili mun hafa verið fjallað um Kilicdaroglu í 32 mínútur. Jarðskjálftinn kemur niður á Erdogan Jarðskjálftahrina sem lék íbúa Suður-Tyrklands grátt fyrr á árinu og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum hafa komið niður á vinsældum Erdogans. Blaðamaður BBC ræddi til að mynda við konu sem sagðist vilja sjá Erdogan dauðan. Það sagði hin 68 ára gamla kona, þrátt fyrir að hægt sé að dæma fólk í fangelsi fyrir að móðga forsetann. Tyrkir hafa margir hverjir gagnrýnt ríkisstjórn Tyrklands harðlega í kjölfar jarðskjálftanna, sem tugur þúsunda dóu vegna í Tyrkalndi og í Sýrlandi. Opinberar tölur segja rúmlega fimmtíu þúsund hafa dáið, bæði í Tyrklandi og í Sýrlandi, en talið er að raunverulegur fjöldi látinna sé mögulega mun hærri. Erdogan hefur verið sakaður um að leyfa verktökum að brjóta lög um byggingar húsa og að eftirlit með nýbyggingum hafi verið lítið sem ekkert. Tyrkir hafa einnig kvartað sáran yfir efnhagsaðstæðum í Tyrklandi, þar sem verðbólga er mjög há. Erdogan hefur heitið því að draga úr verðbólgu og lækka stýrivexti. Can Selcuki, stjórnmálasérfræðingur sem BBC ræddi við, segir að jarðskjálftinn og verðbólgan muni þó ekkert koma niður á Erdogan. Kosningarnar snúist ekki um frammistöðu hans heldur persónu. „Þeir sem vilja hann, vilja hann sama hvað.“
Tyrkland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira