Varið ykkur á Kópavogslæknum! Kristín Sævarsdóttir skrifar 9. maí 2023 12:01 Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar