Leituðu að hring en fundu bíl Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 14:49 Leitin að hringnum sem um ræðir bar ekki árangur. Hins vegar fannst annar hringur, Matchbox bíll og fleira í tjörninni Vísir/Björgunarsveitin Suðurnes Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili. Leit að hringnum sem maðurinn týndi hófst í gær. Um er að ræða hring sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir manninn þar sem frænka hans, sem nú er látin, hafði gefið honum hann á sínum tíma. Maðurinn hafði týnt hringnum í tjörninni er hann var að gefa öndunum þar að borða. Fjölskylda mannsins hafði samband við björgunarsveitina Suðurnes sem ákvað að hjálpa til við leitina. Björgunarsveitin sendi kafara í Reykjavíkurtjörn í gær sem leituðu eftir botninum að hringnum en án árangurs. Fundu fullt af dóti í drullunni Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að í dag hafi leitinni að hringnum verið haldið áfram en án árangurs. „Nú erum við búnir að vera að leita í allan morgun. Við vorum að leita með málmleitartækjum og alls konar búnaði,“ segir Haraldur. „Við verðum eiginlega að hætta núna. Við erum búin að gefa þessu tvo góða daga og ætlum að segja þetta gott í bili.“ Þrátt fyrir að hringurinn hafi ekki fundist þá kom nóg af hlutum í ljós í tjörninni. „Við fundum fullt af alls konar málmi og dóti í drullunni. Við fundum hring, bara ekki rétta hringinn,“ segir Haraldur. Á meðal þess sem fannst einnig í leitinni var bíll. „Við fundum bíl í tjörninni, reyndar bara Matchbox bíl, svona lítinn krakkabíl,“ segir Haraldur. Þá hafi einnig fundist barmmerki frá Vinstri grænum og heill þúsundkall. Áhugaverðir hlutir sem fundust í leitinni.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur segir að þó svo að um óvenjulegt útkall hafi verið að ræða þá hafi leitin verið góð æfing fyrir björgunarsveitina. „Þetta var rosalega lítið mál fyrir okkur. Við erum tveir hérna sem erum í vaktavinnu og vorum í fríi, þannig það var ekkert mál að græja þetta.“ Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Leit að hringnum sem maðurinn týndi hófst í gær. Um er að ræða hring sem hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir manninn þar sem frænka hans, sem nú er látin, hafði gefið honum hann á sínum tíma. Maðurinn hafði týnt hringnum í tjörninni er hann var að gefa öndunum þar að borða. Fjölskylda mannsins hafði samband við björgunarsveitina Suðurnes sem ákvað að hjálpa til við leitina. Björgunarsveitin sendi kafara í Reykjavíkurtjörn í gær sem leituðu eftir botninum að hringnum en án árangurs. Fundu fullt af dóti í drullunni Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir í samtali við fréttastofu að í dag hafi leitinni að hringnum verið haldið áfram en án árangurs. „Nú erum við búnir að vera að leita í allan morgun. Við vorum að leita með málmleitartækjum og alls konar búnaði,“ segir Haraldur. „Við verðum eiginlega að hætta núna. Við erum búin að gefa þessu tvo góða daga og ætlum að segja þetta gott í bili.“ Þrátt fyrir að hringurinn hafi ekki fundist þá kom nóg af hlutum í ljós í tjörninni. „Við fundum fullt af alls konar málmi og dóti í drullunni. Við fundum hring, bara ekki rétta hringinn,“ segir Haraldur. Á meðal þess sem fannst einnig í leitinni var bíll. „Við fundum bíl í tjörninni, reyndar bara Matchbox bíl, svona lítinn krakkabíl,“ segir Haraldur. Þá hafi einnig fundist barmmerki frá Vinstri grænum og heill þúsundkall. Áhugaverðir hlutir sem fundust í leitinni.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur segir að þó svo að um óvenjulegt útkall hafi verið að ræða þá hafi leitin verið góð æfing fyrir björgunarsveitina. „Þetta var rosalega lítið mál fyrir okkur. Við erum tveir hérna sem erum í vaktavinnu og vorum í fríi, þannig það var ekkert mál að græja þetta.“
Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira