Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. maí 2023 01:51 David V. Doyle sem skaut stúlku í höfuðið hefur verið handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás og ólögleg notkun skotvopns. Samsett/skjáskot/AP Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Helmingur blaðamanna landsins í verkfalli í aðdraganda þingkosninga Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Helmingur blaðamanna landsins í verkfalli í aðdraganda þingkosninga Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira