Íþróttahreyfingin missir hundruð milljóna í viðgerðir á húsnæði ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 08:01 Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og húsnæðið sem um ræðir. Vísir/Sigurjón Húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum er eign íþróttahreyfingarinnar. Húsnæðisþörf sambandsins hefur aukist og nú liggur fyrir að fara verður í dýrar viðhaldsframkvæmdir ef ekki á illa að fara fyrir fasteignum sambandsins. Þær munu kosta hundruð milljóna. „Ef við horfum á húsin hjá okkur þá er það fyrsta byggt í kringum 1960 en svo eru þessi elstu hús líka byggð 1970 og 1980. Það kemur í ljós að steypan frá þeim tíma hafi ekki verið nógu góð. Það er mikil þörf að annað hvort klæða húsið eða sprauta einhverjum efnum inn í veggina,“ sagði Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ í samtali við Guðjón Guðmundsson. Vísir/Sigurjón Vilja ekki lenda í myglu „Við sjáum það eins og umræðan er í þjóðfélaginu, að við viljum ekki lenda í því að vera með myglu í húsinu. Við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að það verði frekari skemmdir. Það er bara mikil viðhaldsþörf,“ sagði Andri. „Peningarnir sem koma til íþróttahreyfingarinnar þeir fara í starfið. Þeir eru ekki vanalega að fara í þetta. Við þurfum þar af leiðandi að leggja allt saman í púkk til að geta gert eitthvað af viti,“ sagði Andri. Hvar kreppir skóinn helst. „Það eru nokkrar aðgerðir sem við þurfum að fara í. Það þarf að styrkja steypuna með einhverjum hætti, klæða húsið að koma í veg fyrir að hún verði lek. Jarðskjálfastyrkja þessar helstu byggingar og svo er þessi tengibygging sem tengir öll húsin saman. Hún er lek og það þarf að laga hana. Annað hvort að halda henni eins og hún er eða nýta tækifærið og byggja meira ofan á þar og búa til meira pláss fyrir samböndin. Þetta eru stærstu aðgerðirnar,“ sagði Andri. Vísir/Sigurjón Fá hluta af hagnaði Íslenskrar Getspá Hvar fær ÍSÍ fjármagn til að gera þetta. „Á íþróttaþinginu um síðustu helgi þá fengum við samþykkt að leggja hluta af þeim hagnaði sem við fáum frá Íslenskri Getspá í byggingarsjóð. Við gerðum það líka fyrir nokkrum árum síðan og erum núna að horfa á það að geta búið til eitthvað smá fjármagn til þess að standa undir þessum kostnaði,“ sagði Andri „Þess á milli þá er það rekstrarfé ÍSÍ sem þarf að dekka þetta. Við erum ekki með leigjendur sem eru að standa undir þessum viðhaldskostnaði. Við erum með íþróttahreyfinguna inn í okkar húsi, sérsamböndin og aðra. Það er reynt að horfa í hverja einustu krónu. Við verðum núna að reyna að finna hagstæðustu leiðirnar til þess að taka fyrstu skrefin. Þau eru mörg en einhvers staðar verðum við að byrja,“ sagði Andri. Þurfa að jarðskjálftastyrkja húsið Andri sér þó fyrir sér að þetta gangi upp enda ætli ÍSÍ ætli að taka þetta í skref. Mest liggur á því að verja steypuna, fara í skoða klæðninguna og jarðskjálfstyrkja húsið. ÍSÍ vantar líka stærra húsnæði. „Það er allt sprungið og það er ekki pláss fyrir tvö yngstu samböndin, bæði bogfimi- og klifursambandið. Þau komast ekki inn í húsnæðið með aðstöðu. Flest öll samböndin eru í mjög þröngu húsnæði og það er það sem við þurfum að horfa á líka. Getum við byggt við þetta samhliða þessum framkvæmdum, “ sagði Andri. „Það er til heimild hjá ÍBR, sem á eitt af þessum húsum, að byggja ofan á það eftir þeirra þing í vor. Við viljum jafnvel skoða það sama til þess að geta búið betri aðstöðu fyrir okkar starfsfólk í hreyfingunni. Það er eitthvað sem verður skoðað samhliða þessu og hvað er hagstæðast fyrir okkur,“ sagði Andri. Klippa: Slæm staða á húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum Meira rými með nýrri Þjóðarhöll „Síðan vonumst við til að með bæði Þjóðarhöll og Þjóðarleikvöngum verði til meira rými fyrir sérsamböndin og muni þá opna einhverja fleiri möguleika. Við þurfum að passa upp á húseignina sem við eigum og þurfum að gæta þess að hún haldi sínu verðmæti. Hún sé í lagi gagnvart því starfi sem þar fer fram,“ sagði Andri. ÍSÍ er ekki búið að taka ákvörðun um hvar eða hvenær þeir ætla að byrja. Á Íþróttaþinginu um helgina var ákveðið að setja meiri pening í þennan byggingar- og viðhaldssjóð. „Þá höfum við möguleika á að taka næstu skref. Ég tel að það þurfi að byrja á einhverju í haust eða á þessu ári. Við erum núna að gera við glugga og þessar venjulegu viðhaldsframkvæmdir. Vonandi getum við farið í stærri framkvæmdir innan skamms,“ sagði Andri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. ÍSÍ Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Sjá meira
„Ef við horfum á húsin hjá okkur þá er það fyrsta byggt í kringum 1960 en svo eru þessi elstu hús líka byggð 1970 og 1980. Það kemur í ljós að steypan frá þeim tíma hafi ekki verið nógu góð. Það er mikil þörf að annað hvort klæða húsið eða sprauta einhverjum efnum inn í veggina,“ sagði Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ í samtali við Guðjón Guðmundsson. Vísir/Sigurjón Vilja ekki lenda í myglu „Við sjáum það eins og umræðan er í þjóðfélaginu, að við viljum ekki lenda í því að vera með myglu í húsinu. Við viljum gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að það verði frekari skemmdir. Það er bara mikil viðhaldsþörf,“ sagði Andri. „Peningarnir sem koma til íþróttahreyfingarinnar þeir fara í starfið. Þeir eru ekki vanalega að fara í þetta. Við þurfum þar af leiðandi að leggja allt saman í púkk til að geta gert eitthvað af viti,“ sagði Andri. Hvar kreppir skóinn helst. „Það eru nokkrar aðgerðir sem við þurfum að fara í. Það þarf að styrkja steypuna með einhverjum hætti, klæða húsið að koma í veg fyrir að hún verði lek. Jarðskjálfastyrkja þessar helstu byggingar og svo er þessi tengibygging sem tengir öll húsin saman. Hún er lek og það þarf að laga hana. Annað hvort að halda henni eins og hún er eða nýta tækifærið og byggja meira ofan á þar og búa til meira pláss fyrir samböndin. Þetta eru stærstu aðgerðirnar,“ sagði Andri. Vísir/Sigurjón Fá hluta af hagnaði Íslenskrar Getspá Hvar fær ÍSÍ fjármagn til að gera þetta. „Á íþróttaþinginu um síðustu helgi þá fengum við samþykkt að leggja hluta af þeim hagnaði sem við fáum frá Íslenskri Getspá í byggingarsjóð. Við gerðum það líka fyrir nokkrum árum síðan og erum núna að horfa á það að geta búið til eitthvað smá fjármagn til þess að standa undir þessum kostnaði,“ sagði Andri „Þess á milli þá er það rekstrarfé ÍSÍ sem þarf að dekka þetta. Við erum ekki með leigjendur sem eru að standa undir þessum viðhaldskostnaði. Við erum með íþróttahreyfinguna inn í okkar húsi, sérsamböndin og aðra. Það er reynt að horfa í hverja einustu krónu. Við verðum núna að reyna að finna hagstæðustu leiðirnar til þess að taka fyrstu skrefin. Þau eru mörg en einhvers staðar verðum við að byrja,“ sagði Andri. Þurfa að jarðskjálftastyrkja húsið Andri sér þó fyrir sér að þetta gangi upp enda ætli ÍSÍ ætli að taka þetta í skref. Mest liggur á því að verja steypuna, fara í skoða klæðninguna og jarðskjálfstyrkja húsið. ÍSÍ vantar líka stærra húsnæði. „Það er allt sprungið og það er ekki pláss fyrir tvö yngstu samböndin, bæði bogfimi- og klifursambandið. Þau komast ekki inn í húsnæðið með aðstöðu. Flest öll samböndin eru í mjög þröngu húsnæði og það er það sem við þurfum að horfa á líka. Getum við byggt við þetta samhliða þessum framkvæmdum, “ sagði Andri. „Það er til heimild hjá ÍBR, sem á eitt af þessum húsum, að byggja ofan á það eftir þeirra þing í vor. Við viljum jafnvel skoða það sama til þess að geta búið betri aðstöðu fyrir okkar starfsfólk í hreyfingunni. Það er eitthvað sem verður skoðað samhliða þessu og hvað er hagstæðast fyrir okkur,“ sagði Andri. Klippa: Slæm staða á húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum Meira rými með nýrri Þjóðarhöll „Síðan vonumst við til að með bæði Þjóðarhöll og Þjóðarleikvöngum verði til meira rými fyrir sérsamböndin og muni þá opna einhverja fleiri möguleika. Við þurfum að passa upp á húseignina sem við eigum og þurfum að gæta þess að hún haldi sínu verðmæti. Hún sé í lagi gagnvart því starfi sem þar fer fram,“ sagði Andri. ÍSÍ er ekki búið að taka ákvörðun um hvar eða hvenær þeir ætla að byrja. Á Íþróttaþinginu um helgina var ákveðið að setja meiri pening í þennan byggingar- og viðhaldssjóð. „Þá höfum við möguleika á að taka næstu skref. Ég tel að það þurfi að byrja á einhverju í haust eða á þessu ári. Við erum núna að gera við glugga og þessar venjulegu viðhaldsframkvæmdir. Vonandi getum við farið í stærri framkvæmdir innan skamms,“ sagði Andri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
ÍSÍ Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Sjá meira