Erlent

Blóðug átök í Pakistan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stuðningsmenn Khans flykktust á götur úti eftir handtökuna í gær. 
Stuðningsmenn Khans flykktust á götur úti eftir handtökuna í gær.  AP Photo/K.M. Chaudary

Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær.

Stuðningsmenn Khans hafa barist við lögreglumenn og vitað er um eitt dauðsfall hið minnsta, í borginni Quetta. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa hvatt deiluaðila til að fara að lögum en Khan segir að handtaka sín sé af póltískum rótum.

Khan, sem er einn frægasti krikketleikari sögunnar áður en hann helsti sér út í pólitík var handtekinn í gær þar sem hann kom fyrir rétt til að svara fyrir ásakanir um spillingu. Mótmæli hófust raunar áður en Khan var handtekinn en hann nýtur stuðnings fjölda fólks um land allt.

Margir telja að hann hafi upphaflega komist til valda 2018 með aðstoð hersins í landinu, eins og oft gerist í Pakistan, en nú þegar hann er í stjórnarandstöðu hefur hann verið afar gagnrýninn á herforingjana.

Imran Khan handtekinn í dómsal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×