Teddi og Þorgerður Katrín þjáningarsystkini: Yrði eitt af kraftaverkum Jesú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Phil Döhler þarf að eiga góðan leik í kvöld ætli FH ekki að fara í sumarfrí. Vísir/Hulda Margrét Útlitið er ekki allt of gott fyrir FH-inga í undanúrslitaeinvígi þeirra á móti ÍBV en þeir spila upp á líf eða dauða í kvöld. Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan. Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Sjá meira
Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan.
Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Sjá meira