Loka þurfi MS í þrjú ár vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 10. maí 2023 13:29 Fram kom á fundi fjárlaganefndar í morgun að loka þurfi Menntaskólanum við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Vísir/Vilhelm Fram kom á fundi fjárlaganefndar með mennta- og barnamálaráðherra í morgun að loka þurfi byggingum Menntaskólans við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Þingmaður Pírata sem situr í nefndinni segir áætlaðan kostnað við framkvæmdirnar nema um þremur til fimm milljörðum króna. „Ekkert smáræði,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Skemmdirnar hafi fundist á þriðju og fyrstu hæð skólans. Nýlega var svo greint var frá áformum um að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í húsnæði í Stakkahlíð. Óhætt er að segja að þau áform hafi fallið í grýttan jarðveg. Hitafundir voru haldnir í báðum skólum og hefur félag kennara í Menntaskólanum við Sund sett sig algjörlega upp á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Það virðist þó vera sem loka þurfi byggingu Menntaskólans við Sund hvort sem það er vegna hagræðingar eða ekki. Björn Leví segir ljóst að miklar framkvæmdir þarf til að koma byggingunni í stand. „Miðað við ástand húsnæðisins og myglu þar þá virðist bara þurfa að skófla út að innan í allri byggingunni, bæði nýju og gömlu,“ segir hann. Þessi framkvæmd sé tímafrek og kostnaðarsöm samkvæmt því sem Björn Leví segir að rætt hafi verið um á fundinum með Ásmundi Einari Daðasyni barna- og menntamálaráðherra. „Samkvæmt því sem fram kom að þá yrði kostnaðurinn eitthvað um þrír, fimm milljarðar og framkvæmd tæki þrjú ár.“ Tveir valmöguleikar séu í stöðunni Ekki geta nemendur eða starfsfólk MS verið í skólanum á meðan á slíkum framkvæmdum stendur. „Eitthvert þurfa nemendur og starfsfólk að fara á meðan, hvort sem af sameiningu eða verður eða ekki,“ segir Björn Leví sem bætir við að óljóst sé hvort fjármagn sé til fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun. Óhjákvæmilegt sé að ekki verði hægt að kenna í húsnæðinu sökum myglunnar. Það séu því í rauninni einungis tveir valmöguleikar í stöðunni að mati þingmannsins. „Ef af framkvæmdunum verður þá tekur það þrjú ár og þá er hægt að nota húsnæðið aftur í eitthvað annað eða það sama. Ef það verður ekki af framkvæmdunum þá verður þetta ónothæf bygging.“ Kom þingmanninum á óvart Björn segir þessar upplýsingar sem fram komu á fundinum hafa komið sér á óvart. „Ég man ekki til þess að þetta hafi komið fram í umræðu um stöðu framhaldsskólana sem var núna í vikunni,“ segir hann. „Þetta skiptir máli upp á að það sé farið í einhverja fýsileikakönnun um hvort það eigi að sameina, að ástæðan fyrir því sé þá að það verður að redda húsnæði einhvern veginn út af þessu, ekki út af hagræðingarmöguleikum eða einhverju því um líku.“ Björn Leví segir þetta hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm Þá hafi einnig komið fram á fundinum að það það þurfi að fara í viðhald á Kvennaskólanum. „Það þarf víst viðhaldskostnað í Kvennaskólanum upp á einhvern milljarð líka,“ segir Björn Leví. Það hafi þó verið óljósara hvers vegna það viðhald þarf. „Ég held það séu almennar viðhaldsaðgerðir í ýmsum byggingum.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Ekkert smáræði,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Skemmdirnar hafi fundist á þriðju og fyrstu hæð skólans. Nýlega var svo greint var frá áformum um að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í húsnæði í Stakkahlíð. Óhætt er að segja að þau áform hafi fallið í grýttan jarðveg. Hitafundir voru haldnir í báðum skólum og hefur félag kennara í Menntaskólanum við Sund sett sig algjörlega upp á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Það virðist þó vera sem loka þurfi byggingu Menntaskólans við Sund hvort sem það er vegna hagræðingar eða ekki. Björn Leví segir ljóst að miklar framkvæmdir þarf til að koma byggingunni í stand. „Miðað við ástand húsnæðisins og myglu þar þá virðist bara þurfa að skófla út að innan í allri byggingunni, bæði nýju og gömlu,“ segir hann. Þessi framkvæmd sé tímafrek og kostnaðarsöm samkvæmt því sem Björn Leví segir að rætt hafi verið um á fundinum með Ásmundi Einari Daðasyni barna- og menntamálaráðherra. „Samkvæmt því sem fram kom að þá yrði kostnaðurinn eitthvað um þrír, fimm milljarðar og framkvæmd tæki þrjú ár.“ Tveir valmöguleikar séu í stöðunni Ekki geta nemendur eða starfsfólk MS verið í skólanum á meðan á slíkum framkvæmdum stendur. „Eitthvert þurfa nemendur og starfsfólk að fara á meðan, hvort sem af sameiningu eða verður eða ekki,“ segir Björn Leví sem bætir við að óljóst sé hvort fjármagn sé til fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun. Óhjákvæmilegt sé að ekki verði hægt að kenna í húsnæðinu sökum myglunnar. Það séu því í rauninni einungis tveir valmöguleikar í stöðunni að mati þingmannsins. „Ef af framkvæmdunum verður þá tekur það þrjú ár og þá er hægt að nota húsnæðið aftur í eitthvað annað eða það sama. Ef það verður ekki af framkvæmdunum þá verður þetta ónothæf bygging.“ Kom þingmanninum á óvart Björn segir þessar upplýsingar sem fram komu á fundinum hafa komið sér á óvart. „Ég man ekki til þess að þetta hafi komið fram í umræðu um stöðu framhaldsskólana sem var núna í vikunni,“ segir hann. „Þetta skiptir máli upp á að það sé farið í einhverja fýsileikakönnun um hvort það eigi að sameina, að ástæðan fyrir því sé þá að það verður að redda húsnæði einhvern veginn út af þessu, ekki út af hagræðingarmöguleikum eða einhverju því um líku.“ Björn Leví segir þetta hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm Þá hafi einnig komið fram á fundinum að það það þurfi að fara í viðhald á Kvennaskólanum. „Það þarf víst viðhaldskostnað í Kvennaskólanum upp á einhvern milljarð líka,“ segir Björn Leví. Það hafi þó verið óljósara hvers vegna það viðhald þarf. „Ég held það séu almennar viðhaldsaðgerðir í ýmsum byggingum.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira