Loka þurfi MS í þrjú ár vegna myglu Máni Snær Þorláksson skrifar 10. maí 2023 13:29 Fram kom á fundi fjárlaganefndar í morgun að loka þurfi Menntaskólanum við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Vísir/Vilhelm Fram kom á fundi fjárlaganefndar með mennta- og barnamálaráðherra í morgun að loka þurfi byggingum Menntaskólans við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Þingmaður Pírata sem situr í nefndinni segir áætlaðan kostnað við framkvæmdirnar nema um þremur til fimm milljörðum króna. „Ekkert smáræði,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Skemmdirnar hafi fundist á þriðju og fyrstu hæð skólans. Nýlega var svo greint var frá áformum um að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í húsnæði í Stakkahlíð. Óhætt er að segja að þau áform hafi fallið í grýttan jarðveg. Hitafundir voru haldnir í báðum skólum og hefur félag kennara í Menntaskólanum við Sund sett sig algjörlega upp á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Það virðist þó vera sem loka þurfi byggingu Menntaskólans við Sund hvort sem það er vegna hagræðingar eða ekki. Björn Leví segir ljóst að miklar framkvæmdir þarf til að koma byggingunni í stand. „Miðað við ástand húsnæðisins og myglu þar þá virðist bara þurfa að skófla út að innan í allri byggingunni, bæði nýju og gömlu,“ segir hann. Þessi framkvæmd sé tímafrek og kostnaðarsöm samkvæmt því sem Björn Leví segir að rætt hafi verið um á fundinum með Ásmundi Einari Daðasyni barna- og menntamálaráðherra. „Samkvæmt því sem fram kom að þá yrði kostnaðurinn eitthvað um þrír, fimm milljarðar og framkvæmd tæki þrjú ár.“ Tveir valmöguleikar séu í stöðunni Ekki geta nemendur eða starfsfólk MS verið í skólanum á meðan á slíkum framkvæmdum stendur. „Eitthvert þurfa nemendur og starfsfólk að fara á meðan, hvort sem af sameiningu eða verður eða ekki,“ segir Björn Leví sem bætir við að óljóst sé hvort fjármagn sé til fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun. Óhjákvæmilegt sé að ekki verði hægt að kenna í húsnæðinu sökum myglunnar. Það séu því í rauninni einungis tveir valmöguleikar í stöðunni að mati þingmannsins. „Ef af framkvæmdunum verður þá tekur það þrjú ár og þá er hægt að nota húsnæðið aftur í eitthvað annað eða það sama. Ef það verður ekki af framkvæmdunum þá verður þetta ónothæf bygging.“ Kom þingmanninum á óvart Björn segir þessar upplýsingar sem fram komu á fundinum hafa komið sér á óvart. „Ég man ekki til þess að þetta hafi komið fram í umræðu um stöðu framhaldsskólana sem var núna í vikunni,“ segir hann. „Þetta skiptir máli upp á að það sé farið í einhverja fýsileikakönnun um hvort það eigi að sameina, að ástæðan fyrir því sé þá að það verður að redda húsnæði einhvern veginn út af þessu, ekki út af hagræðingarmöguleikum eða einhverju því um líku.“ Björn Leví segir þetta hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm Þá hafi einnig komið fram á fundinum að það það þurfi að fara í viðhald á Kvennaskólanum. „Það þarf víst viðhaldskostnað í Kvennaskólanum upp á einhvern milljarð líka,“ segir Björn Leví. Það hafi þó verið óljósara hvers vegna það viðhald þarf. „Ég held það séu almennar viðhaldsaðgerðir í ýmsum byggingum.“ Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Sjá meira
„Ekkert smáræði,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Menntaskólinn við Sund hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Greint var frá því í febrúar að skólinn hafi orðið fyrir rakaskemmdum og að loka þurfi hluta af húsnæðinu vegna þeirra. Skemmdirnar hafi fundist á þriðju og fyrstu hæð skólans. Nýlega var svo greint var frá áformum um að sameina Menntaskólann við Sund og Kvennaskólann í húsnæði í Stakkahlíð. Óhætt er að segja að þau áform hafi fallið í grýttan jarðveg. Hitafundir voru haldnir í báðum skólum og hefur félag kennara í Menntaskólanum við Sund sett sig algjörlega upp á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Það virðist þó vera sem loka þurfi byggingu Menntaskólans við Sund hvort sem það er vegna hagræðingar eða ekki. Björn Leví segir ljóst að miklar framkvæmdir þarf til að koma byggingunni í stand. „Miðað við ástand húsnæðisins og myglu þar þá virðist bara þurfa að skófla út að innan í allri byggingunni, bæði nýju og gömlu,“ segir hann. Þessi framkvæmd sé tímafrek og kostnaðarsöm samkvæmt því sem Björn Leví segir að rætt hafi verið um á fundinum með Ásmundi Einari Daðasyni barna- og menntamálaráðherra. „Samkvæmt því sem fram kom að þá yrði kostnaðurinn eitthvað um þrír, fimm milljarðar og framkvæmd tæki þrjú ár.“ Tveir valmöguleikar séu í stöðunni Ekki geta nemendur eða starfsfólk MS verið í skólanum á meðan á slíkum framkvæmdum stendur. „Eitthvert þurfa nemendur og starfsfólk að fara á meðan, hvort sem af sameiningu eða verður eða ekki,“ segir Björn Leví sem bætir við að óljóst sé hvort fjármagn sé til fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun. Óhjákvæmilegt sé að ekki verði hægt að kenna í húsnæðinu sökum myglunnar. Það séu því í rauninni einungis tveir valmöguleikar í stöðunni að mati þingmannsins. „Ef af framkvæmdunum verður þá tekur það þrjú ár og þá er hægt að nota húsnæðið aftur í eitthvað annað eða það sama. Ef það verður ekki af framkvæmdunum þá verður þetta ónothæf bygging.“ Kom þingmanninum á óvart Björn segir þessar upplýsingar sem fram komu á fundinum hafa komið sér á óvart. „Ég man ekki til þess að þetta hafi komið fram í umræðu um stöðu framhaldsskólana sem var núna í vikunni,“ segir hann. „Þetta skiptir máli upp á að það sé farið í einhverja fýsileikakönnun um hvort það eigi að sameina, að ástæðan fyrir því sé þá að það verður að redda húsnæði einhvern veginn út af þessu, ekki út af hagræðingarmöguleikum eða einhverju því um líku.“ Björn Leví segir þetta hafa komið sér á óvart.Vísir/Vilhelm Þá hafi einnig komið fram á fundinum að það það þurfi að fara í viðhald á Kvennaskólanum. „Það þarf víst viðhaldskostnað í Kvennaskólanum upp á einhvern milljarð líka,“ segir Björn Leví. Það hafi þó verið óljósara hvers vegna það viðhald þarf. „Ég held það séu almennar viðhaldsaðgerðir í ýmsum byggingum.“
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Sjá meira