Ísland í krefjandi riðli á EM 2024 í Þýskalandi Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 15:28 Strákarnir okkar. Vísir/Vilhelm Dregið var í riðla fyrir Evrópumótið í handbolta 2024 í Dusseldorf í Þýskalandi í dag. Lentu Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi. Drátturinn fór fram við hátíðlega athöfn í Dusseldorf í Þýskalandi en þar mun opnunarleikur mótsins á milli Þýskalands og Sviss fara fram þann 10.janúar 2024. Íslenska landsliðið mun mæta afar kunnuglegum andlitum í leiknum gegn Ungverjalandi en leiðir þessara þjóða hafa oft legið saman á stórmótum undanfarið. Ungverjar hrósuðu sigri í síðasta leik liðanna á HM í upphafi þessa árs. Þá drógust nágrannaþjóðirnar Serbía og Svartfjallaland einnig í riðil Íslands og Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbum þann 12. janúar á næsta ári. Tveimur dögum síðar mætir liðið Svartfjallalandi. Lokaleikur Strákanna okkar í riðlakeppninni er síðan gegn Ungverjalandi þann 16. janúar. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í milliriðlum. Leikir Íslands í riðlakeppninni fara allir fram í Ólympíuhöllinni í Munchen. Riðlarnir á EM 2024 í Þýskalandi: A-riðill: Frakkland, Þýskaland, N-Makedónía, SvissB-riðill: Spánn, Króatía, Austurríki, RúmeníaC-riðill: Ísland, Ungverjaland, Serbía, SvartfjallalandD-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, FæreyjarE-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, GeorgíaF-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland Óvíst hver stýrir liðinu Ekki er komið á hreint hver landsliðsþjálfari Íslands verður á komandi Evrópumóti. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara en samstarf HSÍ við Guðmund Guðmundsson lauk þann 21. febrúar fyrr á þessu ári. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983.
Drátturinn fór fram við hátíðlega athöfn í Dusseldorf í Þýskalandi en þar mun opnunarleikur mótsins á milli Þýskalands og Sviss fara fram þann 10.janúar 2024. Íslenska landsliðið mun mæta afar kunnuglegum andlitum í leiknum gegn Ungverjalandi en leiðir þessara þjóða hafa oft legið saman á stórmótum undanfarið. Ungverjar hrósuðu sigri í síðasta leik liðanna á HM í upphafi þessa árs. Þá drógust nágrannaþjóðirnar Serbía og Svartfjallaland einnig í riðil Íslands og Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbum þann 12. janúar á næsta ári. Tveimur dögum síðar mætir liðið Svartfjallalandi. Lokaleikur Strákanna okkar í riðlakeppninni er síðan gegn Ungverjalandi þann 16. janúar. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í milliriðlum. Leikir Íslands í riðlakeppninni fara allir fram í Ólympíuhöllinni í Munchen. Riðlarnir á EM 2024 í Þýskalandi: A-riðill: Frakkland, Þýskaland, N-Makedónía, SvissB-riðill: Spánn, Króatía, Austurríki, RúmeníaC-riðill: Ísland, Ungverjaland, Serbía, SvartfjallalandD-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, FæreyjarE-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, GeorgíaF-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland Óvíst hver stýrir liðinu Ekki er komið á hreint hver landsliðsþjálfari Íslands verður á komandi Evrópumóti. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara en samstarf HSÍ við Guðmund Guðmundsson lauk þann 21. febrúar fyrr á þessu ári. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti