Enski boltinn

Innkastþjálfarinn hættir hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Grönnemark Larsen hefur bætt innkastatölfræði Liverpool mikið á sínum tíma hjá félaginu.
Thomas Grönnemark Larsen hefur bætt innkastatölfræði Liverpool mikið á sínum tíma hjá félaginu. @ThomasThrowin

Danski innkastþjálfarinn Thomas Grönnemark Larsen er einn þeirra sem mun yfirgefa Liverpool eftir þetta tímabil.

Larsen hefur verið í starfsliði Liverpool síðan að Jürgen Klopp réð hann árið 2018. Daninn tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að hann myndi hætta í sumar.

„Það hefur verið heiður að hjálpa félaginu og leikmönnunum að fara úr átjánda sæti upp í það fyrsta í því að taka innköst undir pressu,“ skrifaði Thomas Grönnemark Larsen á fésbókinni.

Larsen sagði líka að kórónuveirufaraldurinn og ferðatakmarkanir vegna hans hafi átt þátt í þessum endalokum. Hann náði aðeins að heimsækja liðið einu sinni á þeim tíma. Hann talar sjálfur um að hann vildi koma í heimsókn fjórum til fimm sinnum á tímabili en það var ekki hægt.

„Það þýðir að getustigið hefur farið úr frábæru niður í gott. Ég mun alltaf stefna á frábært en ekki bara gott, sagði Grönnemark meðal annars í myndbandi á Youtube.

Grönnemark þarf þó ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi. Hann hefur fengið nóg af tilboðum og hér áður fyrir vann hann meðal annars fyrir Ajax, Lyon og landslið Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×