Erlent

Fjöl­mörg börn slösuð eftir að göngu­brú hrundi í Finn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í Espoo.
Frá vettvangi í Espoo. AP

Fjölmörg börn eru slösuð eftir að göngubrú hrundi í finnsku borginni Espoo í morgun. Börnin eiga að hafa fallið úr fimm metra hæð.

YLE segir frá því að 27 börn hafi slasast, þarf af tólf alvarlega en ekkert þeirra þó lífshættulega. Þá segir að fimmtán börn hafi verið flutt á fjögur mismunandi sjúkrahús í borginni, mörg með beinbrot.

Fram kemur að um hafi verið að ræða bráðabirgðagöngubrú við svæði þar sem framkvæmdir standa yfir. Um fjörutíu nemendur voru í hópnum sem var á leið yfir brúna.

AP

Brúin, sem er að finna við verslunarmiðstöðina Ainoa, á að hafa hrunið um klukkan hálf tíu að staðartíma. Espoo er að finna vestur af finnsku höfuðborginni Helsinki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×