Íslendingar borða mest af dýraafurðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 13:11 Hver Íslendingur borðar að meðaltali rúmlega 170 grömm af kjöti á dag. Nærri helmingur kaloríuinntöku Íslendinga kemur frá dýraafurðum. Neysla sjávarafurða spilar þar stóra rullu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent. Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bresku dýraverndarsamtakanna Compassion in World Farming. Forsvarsmenn samtakanna telja neyslu dýraafurða slæma, bæði vegna meðferð dýranna en einnig vegna áhrifa á fólk og umhverfið. Í skýrslunni er meðal annars bent á að dýrum er gefið 70 prósent af sýklalyfjaframleiðslu heimsins sem orsaki svo sýklalyfjaónæmi í fólki. Milljónir látist vegna þessa á ári hverju. Þá komi 81 prósent af útblæstri ammoníaks heimsins frá framleiðslu dýraafurða. Fiskurinn stór breyta 45 prósent af þeim kaloríum sem Íslendingar innbyrða koma frá dýraafurðum. Eina aðra þjóðin sem nær 40 prósentum eru Finnar. Stóra breytan í neyslu Íslendinga eru sjávarafurðir. Hver Íslendingur neytir að meðaltali 123,2 grömmum af sjávarafurðum á dag, það mesta í heimi. Eina þjóðin sem borðar viðlíka mikið af sjávarafurðum eru íbúar Maldiví eyja í Indlandshafi. Þá borða Íslendingar 595 grömm af mjólkurafurðum á dag, 170,3 grömm af kjöti og 30,7 grömm af eggjum. Mestu kjötæturnar eru Bandaríkjamenn sem innbyrða 233,3 grömm á dag. Eina aðra þjóðin sem kemst yfir 200 grömmin eru Ástralar með 214,8 grömm. En Argentínumenn, Ísraelar og Spánverjar borða einnig mikið kjöt. Finnar bera af í neyslu mjólkurafurða, með næstum einn lítra á dag. Svartfellingar, Albanir, Hollendingar og Svisslendingar. Mexíkóar og Kínverjar eru hins vegar mestu eggjaæturnar. Langt frá heilbrigðisviðmiði Samkvæmt skýrslu EAT-Lancet um heilbrigð matvæli eiga dýraafurðir ekki að vera meira en 12 prósent af matardisknum. Flest ríki hins vestræna heims eru hins vegar mjög langt frá því að ná þessu markmiði. Íslendingar þurfa að minnka neyslu dýrafurða um 73 prósent, þar af minnka neyslu sjávarafurða um 77 prósent, til að ná viðmiði EAT-Lancet. Kjötneyslan þyrfti einnig að minnka um 75 prósent og mjólkur og eggjaneyslan um 58 prósent.
Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira