Lífið

Eigendur My Letra selja sætt sumarhús í Grímsnesi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sóley og Arnþór selja sumarhúsið í Grímsnesi sem er lítið og smart. 
Sóley og Arnþór selja sumarhúsið í Grímsnesi sem er lítið og smart. 

Viðskiptaparið Sóley Þorsteinsdóttir og Arnþór Ingi Kristinsson, eigendur skartgripafyrirtækisins My Letra, hafa sett sumarhús sitt í Grímsnesi til sölu.

Um er að ræða 40 fermetra A hús á tveimur hæðum með skjólgóðri verönd og heitum potti við Húsasund 1. Ásett verð er 32 milljónir.

Tvö svefnherbergi eru í húsinu og er útgengi á svalir úr öðru þeirra. Eldhús og stofa er í opnu og rúmgóðu rými með útgengi á verönd hússins sem snýr í suður. Rýmið er innréttað á afar smekklegan og nútímalegan hátt þar sem jarðlita tónar á veggjum og húsgögnum gera notalega stemmningu. 

Eldhúsinnrétting er nýleg og stílhrein með marmaralíkis borðplötu og gulllituðum höldum, sem setja sannarlega punktinn yfir i-ið. 

Stofan og eldhús eru í sama og opna rýminu.Sóley Þorsteinsdóttir
Eldhúsinnrétting og tæki eru nýlega endurnýjuð.Sóley Þorsteinsdóttir
Útgengi er frá stofu á veröndina sem er búin heitum potti.Sóley Þorsteinsdóttir
Rýmið er málað í hlýlegum litatón.Sóley Þorsteinsdóttir
Baðherbergi var endurnýjað að hluta fyrr á þessu ári. Sóley Þorsteinsdóttir
Svefnrýmin eru tvö á efri hæð hússins.Sóley Þorsteinsdóttir
Húsið og pallurinn var málaður árið 2022.Sóley Þorsteinsdóttir
Bústaðurinn er staðsettur í rólegu umhverfi en stutt í alla helstu þjónustu.Sóley Þorsteinsdóttir

Tengdar fréttir

Leggur skóna á hilluna rétt rúm­lega þrí­tugur að aldri

Arnþór Ingi Kristinsson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Skagamaðurinn hefur leikið með KR undanfarin ár og var til að mynda stór ástæða þess að liðið varð Íslandsmeistari sumarið 2019.

Hugmynd sem varð til í sófanum heima

Kærustuparið Sóley Þorsteinsdóttir og Arnþór Ingi Kristinsson fóru af stað með fyrirtækið sitt My Letra fyrir rúmu ári. Íslendingar eru sólgnir í þeirra fallegu skartgripi en fyrsta árið hefur gengið vonum framar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×