Leikmenn keyptu kokkahúfurnar og gabbið var vel æft Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 14:30 Leikmenn og stuðningsmenn ÍBV fögnuðu ákaft saman eftir sigurinn í gær. Fáeinir stuðningsmenn voru enn með kokkahúfu á hausnum. VÍSIR/VILHELM Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum. Dagur settist niður í setti Seinni bylgjunnar, með magnaða stuðningsmenn ÍBV fyrir framan sig en þeir héldu áfram að syngja löngu eftir að leiknum lauk, með 31-29 sigri ÍBV í framlengdum leik. „Það eru forréttindi að spila fyrir framan þetta lið,“ sagði Dagur og fullyrti að stuðningsmennirnir ættu stóran þátt í því að Eyjamenn væru svona góðir þegar mest væri undir. Dagur benti raunar á að sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna væri svo sterkt að þeir legðu saman á ráðin fyrir leiki, og sáu leikmenn um að borga fyrir kokkahúfurnar sem stuðningsmenn voru með í gær á meðan að leikmenn ÍBV „hægelduðu“ Hafnfirðinga. „Þetta eru peyjar sem eru að æfa með okkur margir hverjir, góðir vinir okkar, og við búum í þannig samfélagi að allir þekkja alla. Við erum alveg að plana með þeim. Ég get sagt ykkur það að leikmannasjóðurinn borgaði fyrir þessar kokkahúfur,“ sagði Dagur í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur í setti eftir að hafa slegið FH út Dagur tók undir að einvígið við FH hefði verið spennandi þrátt fyrir að það færi 3-0. „Það fara tveir leikir í framlengingu. Það segir það sem segja þarf. Og að við höfum komist áfram segir líka hvað við erum ógeðslega góðir. Þetta FH-lið er drullugott.“ „Allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta“ Þá varpaði Dagur ljósi á skemmtilegt mark sem hann skoraði upp úr aukakasti, þegar hann kom ÍBV í 19-18 í seinni hálfleiknum. Dagur sást þá hvísla einhverju að Kára Kristjáni Kristjánssyni, áður en stillt var upp fyrir Rúnar Kárason en með því göbbuðu Eyjamenn FH-inga. Markið má sjá hér að ofan. „Það bjuggust allir við að Rúnar væri að fara að skjóta. Kári læðir þá boltanum yfir á mig, ég kem svona fyrir framan, þeir eru allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta. Þetta er eitthvað sem við höfum æft og er helvíti gott að geta gripið í á svona mikilvægu augnabliki.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sjá meira
Dagur settist niður í setti Seinni bylgjunnar, með magnaða stuðningsmenn ÍBV fyrir framan sig en þeir héldu áfram að syngja löngu eftir að leiknum lauk, með 31-29 sigri ÍBV í framlengdum leik. „Það eru forréttindi að spila fyrir framan þetta lið,“ sagði Dagur og fullyrti að stuðningsmennirnir ættu stóran þátt í því að Eyjamenn væru svona góðir þegar mest væri undir. Dagur benti raunar á að sambandið á milli leikmanna og stuðningsmanna væri svo sterkt að þeir legðu saman á ráðin fyrir leiki, og sáu leikmenn um að borga fyrir kokkahúfurnar sem stuðningsmenn voru með í gær á meðan að leikmenn ÍBV „hægelduðu“ Hafnfirðinga. „Þetta eru peyjar sem eru að æfa með okkur margir hverjir, góðir vinir okkar, og við búum í þannig samfélagi að allir þekkja alla. Við erum alveg að plana með þeim. Ég get sagt ykkur það að leikmannasjóðurinn borgaði fyrir þessar kokkahúfur,“ sagði Dagur í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Dagur í setti eftir að hafa slegið FH út Dagur tók undir að einvígið við FH hefði verið spennandi þrátt fyrir að það færi 3-0. „Það fara tveir leikir í framlengingu. Það segir það sem segja þarf. Og að við höfum komist áfram segir líka hvað við erum ógeðslega góðir. Þetta FH-lið er drullugott.“ „Allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta“ Þá varpaði Dagur ljósi á skemmtilegt mark sem hann skoraði upp úr aukakasti, þegar hann kom ÍBV í 19-18 í seinni hálfleiknum. Dagur sást þá hvísla einhverju að Kára Kristjáni Kristjánssyni, áður en stillt var upp fyrir Rúnar Kárason en með því göbbuðu Eyjamenn FH-inga. Markið má sjá hér að ofan. „Það bjuggust allir við að Rúnar væri að fara að skjóta. Kári læðir þá boltanum yfir á mig, ég kem svona fyrir framan, þeir eru allir að bíða eftir að Rúnar hoppi upp og þá er ég búinn að skjóta. Þetta er eitthvað sem við höfum æft og er helvíti gott að geta gripið í á svona mikilvægu augnabliki.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sjá meira