Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slit í Olís-deild kvenna og Subway-deild karla, NBA, golf og fleira

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tindastóll sækir Íslandsmeistara Vals heim í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í kvöld.
Tindastóll sækir Íslandsmeistara Vals heim í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í kvöld. Vísir/Bára

Óhætt er að segja að nóg sé um að vera í íþróttalífinu þessa dagana og þessi fíni föstudagur er þar engin undantekning.

Stöð 2 Sport

Íslandsmeistarar Vals taka á móti Tindastól í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1, og upphitun fyrir leik kvöldsins hefst á slaginu klukkan 18:30.

Sérfræðingar Körfuboltakvölds verða svo að sjálfsögðu staddir í Origo-höllinni að leik loknum og fara yfir allt það helsta.

Stöð 2 Sport 2

Lazio tekur á móti Lecce í ítalska boltanum klukkan 18:35 áður en Miami Heat og New York Knicks eigast við í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta klukkan 23:30.

Stöð 2 Sport 3

Körfuboltinn er fyrirferðamikill í dag og klukkan 18:50 hefst bein útsending frá viðureign Valencia og Real Madrid í spænsku ACB-deildinni þar sem Martin Hermannsson verður í eldlínunni.

Stöð 2 Sport 4

Cognizant Founders Cup á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram frá klukkan 14:30.

Stöð 2 Sport 5

ÍBV og Valur eigast við í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í dag. Við hefjum upphitun fyrir leikinn klukkan 18:30 og að leik loknum munu sérfræðingar Seinni bylgjunnar gera honum góð skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×