Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 18:03 Bjarni Benediktsson (t.h.) og Sólveig Anna Jónsdóttir (t.v.) hafa ólíka sýn á atkvæðagreiðslu Eflingar um úrgöngu úr Starfsgreinasambandinu. Vísir/samsett Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar greiddu atkvæði með tillögu stjórnar félagsins um að það gangi úr Starfsgreinasambandinu. Kjörsókn var hins vegar aðeins rúm fimm prósent. Dræm þátttaka er jafnan í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga en kjörsóknin nú var lítil jafnvel á þann mælikvarða. Til samanburðar tóku rúmlega fimmtán prósent félagsmanna þátt í stórnarkjöri þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var aftur kjörin formaður í febrúar í fyrra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kjörsóknina að umtalsefni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Sólveig Anna fagni því að félagsfólk hennar sé sammála forystunni um að ganga úr SGS jafnvel þó að 95 prósent þess hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Úrgangan hafi verið samþykkt með samþykki 3,5 prósent félagsmanna. „Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir „ættu“ að tilheyra,“ skrifar Bjarni. Íslenskt launafólk ætti að hafa frelsi til þess að velja sér félag eða standa utan þeirra ef það kýs það frekar. Stjórnarskráin tryggi rétt fólks til þess að vera ekki í félagi. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram sérstakt þingmál um það á yfirstandandi þingi. Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök ASÍ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Eflingar greiddu atkvæði með tillögu stjórnar félagsins um að það gangi úr Starfsgreinasambandinu. Kjörsókn var hins vegar aðeins rúm fimm prósent. Dræm þátttaka er jafnan í atkvæðagreiðslum stéttarfélaga en kjörsóknin nú var lítil jafnvel á þann mælikvarða. Til samanburðar tóku rúmlega fimmtán prósent félagsmanna þátt í stórnarkjöri þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var aftur kjörin formaður í febrúar í fyrra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kjörsóknina að umtalsefni í færslu sem hann birti á Facebook í dag. Sólveig Anna fagni því að félagsfólk hennar sé sammála forystunni um að ganga úr SGS jafnvel þó að 95 prósent þess hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Úrgangan hafi verið samþykkt með samþykki 3,5 prósent félagsmanna. „Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir „ættu“ að tilheyra,“ skrifar Bjarni. Íslenskt launafólk ætti að hafa frelsi til þess að velja sér félag eða standa utan þeirra ef það kýs það frekar. Stjórnarskráin tryggi rétt fólks til þess að vera ekki í félagi. Sjálfstæðismenn hafi lagt fram sérstakt þingmál um það á yfirstandandi þingi. Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt
Ég les frétt um að í kosningu innan Eflingar hafi verið samþykkt að félagið segi sig úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Í fréttinni kemur fram að 733 hafi greitt atkvæði með því að yfirgefa SGS en 292 hafi verið á móti. Formaðurinn fagnar því að félagsfólk sé sammála forystu félagsins um málið. Þó er það svo að 95% félagsmanna mættu ekki í atkvæðagreiðsluna. Og svo voru 1,4% á móti. Málið var því útkljáð með samþykki 3,5% félagsmanna. Þetta er ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaganna eru við félagsmenn sína. Það byggir aftur á því að þeir njóta í reynd ekki frelsis til að standa utan félags og eru þvingaðir til greiðslu iðgjalds til félags sem þeir ,,ættu" að tilheyra. Íslensku launafólki ætti að tryggja frelsi til að velja sér félag og standa utan félags kjósi það þann valkost, enda er frelsið til að vera ekki í félagi meðal þess sem stjórnarskránni er ætlað að tryggja. Um þetta höfum við sjálfstæðismenn lagt fram sérstakt þingmál á yfirstandandi þingi. Hér er fréttin: https://www.visir.is/.../ursogn-eflingar-ur-sgs-samthykkt
Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök ASÍ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira