Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 18:54 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Sólveig Anna Jónsdóttir (t.h.) voru bandamenn í verkalýðshreyfingunni en þau hafa deilt opinbera undanfarin misseri. Vísir/samsett Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. Tilkynnt var um úrslit atkvæðagreiðslu sem stjórn Eflingar boðaði til um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu (SGS) í dag. Rúm sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með úrsögninni. Kjörsókn var þó aðeins rétt um fimm prósent. Sólveig Anna fagnaði því að félagsfólk væri sammála forystunni um að ganga úr SGS. Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hafa skipst á skeytum opinberlega undanfarin misseri en þau voru bandamenn í valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar þangað til í vetur. Upp úr sauð þegar SGS skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem Sólveig Anna var ósátt við. Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann tæki ákvörðun Eflingar um úrsögn persónulega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei, ég held fyrst og fremst að staðan sé þannig að ef þú gerir ekki eins og Sólveig Anna vill að aðrir eigi að gera þá verða þetta afleiðingarnar. Það er bara einfaldlega þannig. Það er svo sem það sem ég hef komist að. Ég er bara þannig gerður að ég læt ekki þvinga mig til samstarfs og fer í hluti sem eru gegn minni samvisku,“ sagði Vilhjálmur. Tillagan nærri því felld vegna dræmrar þátttöku Formaður SGS sagði að það hefði vakið athygli sína hversu dræm kjörsókn var í atkvæðagreiðslu Eflingar. Ekki hafi munað nema 34 atkvæðum að tillagan yrði felld þar sem aukinn meirihluta þyrfti til þess að samþykkja svo veigamiklar tillögur. Spurður að því hvaða áhrif úrsögn Eflingar hefði á SGS sagði Vilhjálmur alltaf verra þegar félagseiningar smækkuðu. SGS væri þó enn stærsta aðildarfélag Alþýðusambandsins með um 44 þúsund félaga. Landsbyggðarfélögin sem eftir standa ætli sér að vinna áfram þétt saman og ráðast í þau verkefni sem þarf að gera. „Efling hefur ekki viljað starfa með okkur á liðnu ári þannig að það er í raun engin breyting þar á,“ sagði Vilhjálmur. Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Tilkynnt var um úrslit atkvæðagreiðslu sem stjórn Eflingar boðaði til um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu (SGS) í dag. Rúm sjötíu prósent þeirra sem tóku þátt greiddu atkvæði með úrsögninni. Kjörsókn var þó aðeins rétt um fimm prósent. Sólveig Anna fagnaði því að félagsfólk væri sammála forystunni um að ganga úr SGS. Sólveig Anna og Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hafa skipst á skeytum opinberlega undanfarin misseri en þau voru bandamenn í valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar þangað til í vetur. Upp úr sauð þegar SGS skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem Sólveig Anna var ósátt við. Vilhjálmur var spurður að því hvort að hann tæki ákvörðun Eflingar um úrsögn persónulega í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Nei, ég held fyrst og fremst að staðan sé þannig að ef þú gerir ekki eins og Sólveig Anna vill að aðrir eigi að gera þá verða þetta afleiðingarnar. Það er bara einfaldlega þannig. Það er svo sem það sem ég hef komist að. Ég er bara þannig gerður að ég læt ekki þvinga mig til samstarfs og fer í hluti sem eru gegn minni samvisku,“ sagði Vilhjálmur. Tillagan nærri því felld vegna dræmrar þátttöku Formaður SGS sagði að það hefði vakið athygli sína hversu dræm kjörsókn var í atkvæðagreiðslu Eflingar. Ekki hafi munað nema 34 atkvæðum að tillagan yrði felld þar sem aukinn meirihluta þyrfti til þess að samþykkja svo veigamiklar tillögur. Spurður að því hvaða áhrif úrsögn Eflingar hefði á SGS sagði Vilhjálmur alltaf verra þegar félagseiningar smækkuðu. SGS væri þó enn stærsta aðildarfélag Alþýðusambandsins með um 44 þúsund félaga. Landsbyggðarfélögin sem eftir standa ætli sér að vinna áfram þétt saman og ráðast í þau verkefni sem þarf að gera. „Efling hefur ekki viljað starfa með okkur á liðnu ári þannig að það er í raun engin breyting þar á,“ sagði Vilhjálmur.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03 Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11. maí 2023 18:03
Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. 11. maí 2023 16:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent