Fótbolti

Arsenal verður án Saliba og Zinchen­ko það sem eftir lifir tíma­bils

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Oleksandr Zinchenko og William Saliba verða frá keppni út tímabilið.
Oleksandr Zinchenko og William Saliba verða frá keppni út tímabilið. David Price/Arsenal FC via Getty Images

William Saliba og Oleksandr Zinchenko verða ekki meira með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili vegna meiðsla.

Leikmennirnir hafa verið lykilmenn í varnarleik Arsenal á tímabilinu, en liðið þarf nú að spreyta sig án þeirr í seinustu þremur leikjunum.

Saliba hefur glímt við meiðsli í baki undanfarið og ekki leikið með Arsenal síðan 16. mars, en Zinchenko er nú að glíma við meiðsli í kálfa.

Arsenal heldur enn í vonina um að landa sínum fyrsta Englandsmeistaratitli í 19 ár og því eru þetta slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn félagsins. Liðið situr í öðru sæti deildarinnar með 81 stig, einu stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester City. Arsenal á þrjá leiki eftir á tímabilinu, en City fjóra.

Arsenal tekur á móti Brighton á sunnudaginn í gríðarlega mikilvægum leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Liðið mætir svo Nottingham Forest og Wolves áður en tímabilinu líkur og þarf líklega að vinna alla þrjá leikina til að eiga möguleika á titlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×