Gæti stefnt Trump þriðja sinni fyrir meiðyrði Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 23:50 Skjáskot úr upptöku af skýrslu sem Donald Trump gaf í tengslum við stefnu E. Jean Carroll á hendur honum vegna kynferðisofbeldis og meiðyrða. AP/Kaplan Hecker & Fink Konan sem hafði sigur gegn Donald Trump í einkamáli vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga í vikunni gæti stefnt honum aftur, nú fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtali á CNN í gærkvöldi. Hún segir orð sem Trump viðhafði um hana viðbjóðsleg. Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt. Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Trump fór hörðum orðum um E. Jean Carroll, konuna sem sakaði hann um nauðgun, í sjónvarpsþætti á CNN í gærkvöldi. Dómstóll í New York taldi Trump skaðabótaskyldan fyrir kynferðisofbeldi og meiðyrði um Carroll fyrr í vikunni. Lögmenn Trump tilkynntu í dag að þeir ætluðu að áfrýja. Fyrrverandi forsetinn sagði ásakanir hennar „fals“ og „tilbúna sögu“, afar svipuð ummæli og þau sem hann var dæmdur fyrir. Hann bætti um betur og kallaði Carroll „klikkhaus“ (e. wack job) og uppskar hlátur áhorfenda úr sjónvarpssal sem voru að miklu leyti kjósendur Repúblikanaflokks Trump. Carroll segir New York Times að ummæli Trump hafi verið heimskuleg, viðbjóðsleg og særandi en að hún hefði þó verið móðguð af betra fólki en honum. „Ég er reið fyrir hönd ungra kvenna í Bandaríkjunum. Þær geti ekki hlusta á þessa vitleysu og gamaldags sýn á konur sem er hellisbúaskoðun,“ segir hún. Auk málsins sem Carroll vann á þriðjudag er óútkljáð eldra meiðyrðamál hennar gegn Trump. Það hefur tafist vegna þess að Trump hefur borið fyrir sig að hann njóti friðhelgi geng málsókn vegna þess að hann hafi látið ummæli falla sem forseti Bandaríkjanna. Lögmaður Carroll segir bandaríska blaðinu en engin ákvörðun hafi verið tekin um að höfða enn eitt málið gegn Trump, nú vegna ummælanna á CNN. „Allt kemur til greina, augljóslega, og við verðum að íhuga það alvarlega,“ segir Roberta A. Kaplan, lögmaður Carroll. Hún boðar ákvörðun af eða á fljótt.
Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42