Lífið

Austur­ríski dúettinn ríður á vaðið og Lor­een níunda á svið

Atli Ísleifsson skrifar
Hin sænska Loreen og lag hennar Tattoo þykir sigurlíklegt á morgun.
Hin sænska Loreen og lag hennar Tattoo þykir sigurlíklegt á morgun. EPA

Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk.

Aðstandendur Eurovision-keppninnar greindu í gærkvöldi frá því í hvaða röð framlögin verða flutt á úrslitakvöldinu annað kvöld. Eins og ljóst varð í gærkvöldi komst framlag Íslands – Power með Diljá Pétursdóttur – ekki áfram úr síðari undanúrslitunum.

Að neðan má sjá röðina annað kvöld

  • 1. Austurríki: Teya & Salena - Who The Hell Is Edgar?
  • 2. Portúgal: Mimicat - Ai Coração
  • 3. Sviss: Remo Forrer - Watergun
  • 4. Póllan: Blanka - Solo
  • 5. Serbía: Luke Black - Samo Mi Se Spava
  • 6. Frakkland: La Zarra - Évidemment
  • 7. Kýpur: Andrew Lambrou - Break A Broken Heart
  • 8. Spánn: Blanca Paloma - Eaea
  • 9. Svíþjóð. Loreen - Tattoo
  • 10. Albanía: Albina & Familja Kelmendi - Duje
  • 11. Ítalía: Marco Mengoni - Due Vite
  • 12. Eistland: Alika - Bridges
  • 13. Finnland: Käärijä - Cha Cha Cha
  • 14. Tékkland: Vesna - My Sister's Crown
  • 15. Ástralía: Voyager - Promise
  • 16. Belgía: Gustaph - Because Of You
  • 17. Armenía: Brunette - Future Lover
  • 18. Moldóva: Pasha Parfeni - Soarele şi Luna
  • 19. Úkraína: TVORCHI - Heart of Steel
  • 20. Noregur: Alessandra - Queen of Kings
  • 21. Þýskaland: Lord of the Lost - Blood & Glitter
  • 22. Litháen: Monika Linkytė - Stay
  • 23. Ísrael: Noa Kirel - Unicorn
  • 24. Slóvenía: Joker Out - Carpe Diem
  • 25. Króatía: Let 3 - Mama ŠČ!
  • 26. Bretland: Mae Muller - I Wrote A Song

Sé litið til sögunnar þá hafa flest sigurlög keppninnar verið sautjánda í röðinni á svið. 


Tengdar fréttir

Bjóst við því að komast áfram

„Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins.

Diljá komst ekki áfram

Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×