Höfum gaman saman á Alþjóðadegi fjölskyldunnar Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir skrifa 15. maí 2023 08:02 Alþjóðadagur fjölskyldunnar er haldinn hátíðlegur í dag, 15. maí, til að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og gegnir mikilvægu hlutverki í velferð barna, þroska þeirra og mótun. Fjölskylda veitir börnum tilfinningalegan stuðning. Börn sem alast upp í ástríkri og styðjandi fjölskyldu eru líklegri til að búa við betri andlega heilsu og tilfinningalega vellíðan. Fjölskyldan veitir börnum einnig stöðugt umhverfi þar sem þau finna fyrir öryggi og þróa með sér tilfinningu um að tilheyra. Stöðugt fjölskylduumhverfi getur hjálpað börnum við að þróa með sér heilbrigt sjálfsálit og sjálfstraust. Fjölskyldan ber auk þess ábyrgð á að innræta börnum siðferðileg gildi og siðferði. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna og kenna þeim hvernig á að haga sér og hafa samskipti við aðra. Þau bera auk þess ábyrgð á því að veita börnum sínum tækifæri til menntunar og kenna þeim lífsleikni. Gleðilisti fjölskyldunnar Samvera fjölskyldunnar og góð tengsl milli fjölskyldumeðlima skipta sköpum fyrir heilsu og velferð allra fjölskyldumeðlima. Til að ýta undir gleði og hamingju, hvetja til samveru og eiga notalega stundir er mælt með að fjölskyldur útbúi sinn gleðilista með því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvað fær okkur til að brosa út að eyrum og finna ánægju og gleði innra með okkur? Út frá hugmyndum fjölskyldumeðlima er hægt að útbúa gleðilista. Þetta geta verið einföld atriði svo sem: Útivera (hjóla, hlaupa, ganga, fjallganga, fjöruferð, skauta, leika í snjónum) Kvöldganga með vasaljós til að skoða stjörnur og norðurljós Fara í bíltúr Fara saman á listsýningu eða safn Spjalla við vini og ættingja Teikna, mála eða föndra Búa til leikrit, segja brandara eða gátur Spila, púsla, baka eða elda saman Fara í ratleik, feluleik eða eltingaleik Taka myndir eða búa til myndbönd Setja upp stöðvar á heimilinu, t.d. nuddstofu, snyrtistofu og kaffihús Hlusta á góða tónlist, jafnvel dansa og syngja með Rifja upp góðar minningar, t.d. með því að skoða myndir og myndbönd Horfa á þátt eða mynd Lesa skemmtilega bók Slaka á og hlusta á hugleiðslusögu saman Gleðilista fjölskyldunnar er mikilvægt að nota reglulega og því er best að hafa hann á áberandi stað. Hann er einföld leið til að skapa skemmtilegar samverustundir og góðar minningar. Ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, andlega og líkamlega líðan barna. Þær standa yfirleitt upp úr í minningabanka barnsins, ylja því um hjartarætur og eru fjársjóður í huga þess og hjarta. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fjölskyldunnar er haldinn hátíðlegur í dag, 15. maí, til að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og gegnir mikilvægu hlutverki í velferð barna, þroska þeirra og mótun. Fjölskylda veitir börnum tilfinningalegan stuðning. Börn sem alast upp í ástríkri og styðjandi fjölskyldu eru líklegri til að búa við betri andlega heilsu og tilfinningalega vellíðan. Fjölskyldan veitir börnum einnig stöðugt umhverfi þar sem þau finna fyrir öryggi og þróa með sér tilfinningu um að tilheyra. Stöðugt fjölskylduumhverfi getur hjálpað börnum við að þróa með sér heilbrigt sjálfsálit og sjálfstraust. Fjölskyldan ber auk þess ábyrgð á að innræta börnum siðferðileg gildi og siðferði. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna og kenna þeim hvernig á að haga sér og hafa samskipti við aðra. Þau bera auk þess ábyrgð á því að veita börnum sínum tækifæri til menntunar og kenna þeim lífsleikni. Gleðilisti fjölskyldunnar Samvera fjölskyldunnar og góð tengsl milli fjölskyldumeðlima skipta sköpum fyrir heilsu og velferð allra fjölskyldumeðlima. Til að ýta undir gleði og hamingju, hvetja til samveru og eiga notalega stundir er mælt með að fjölskyldur útbúi sinn gleðilista með því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvað fær okkur til að brosa út að eyrum og finna ánægju og gleði innra með okkur? Út frá hugmyndum fjölskyldumeðlima er hægt að útbúa gleðilista. Þetta geta verið einföld atriði svo sem: Útivera (hjóla, hlaupa, ganga, fjallganga, fjöruferð, skauta, leika í snjónum) Kvöldganga með vasaljós til að skoða stjörnur og norðurljós Fara í bíltúr Fara saman á listsýningu eða safn Spjalla við vini og ættingja Teikna, mála eða föndra Búa til leikrit, segja brandara eða gátur Spila, púsla, baka eða elda saman Fara í ratleik, feluleik eða eltingaleik Taka myndir eða búa til myndbönd Setja upp stöðvar á heimilinu, t.d. nuddstofu, snyrtistofu og kaffihús Hlusta á góða tónlist, jafnvel dansa og syngja með Rifja upp góðar minningar, t.d. með því að skoða myndir og myndbönd Horfa á þátt eða mynd Lesa skemmtilega bók Slaka á og hlusta á hugleiðslusögu saman Gleðilista fjölskyldunnar er mikilvægt að nota reglulega og því er best að hafa hann á áberandi stað. Hann er einföld leið til að skapa skemmtilegar samverustundir og góðar minningar. Ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, andlega og líkamlega líðan barna. Þær standa yfirleitt upp úr í minningabanka barnsins, ylja því um hjartarætur og eru fjársjóður í huga þess og hjarta. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar