Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Árni Sæberg skrifar 14. maí 2023 07:00 Það er kostnaðarsamt að veiða hvali og verka þá. Stöð 2/Egill Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal
Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira