Stór þáttur í að fá Aron heim en orðið „stutt í snörunni“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 15:35 Sigursteinn Arndal hefur stýrt FH síðustu fjögur ár. Vísir/Hulda Margrét Í nýjasta þætti Handkastsins veltu menn fyrir sér stöðu Sigursteins Arndal, þjálfara karlaliðs FH, eftir fjórða titlalausa tímabil liðsins undir hans stjórn. Ljóst sé að liðinu sé ætlað að vinna titla á næstu árum, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar. Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“ Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“
Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti