Foreldrar Madeleine McCann: „Við munum aldrei gefast upp“ Máni Snær Þorláksson skrifar 12. maí 2023 23:06 Kate og Gerry McCann segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni. Myndin er tekin árið 2014, eftir réttarhöld gegn Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi Madeleine í Portúgal árið 2007. EPA/Mario Cruz Foreldrar Madeleine McCann óska dóttur sinni til hamingju með 20 ára afmælisdaginn í dag. Þau segjast aldrei ætla að gefast upp á leitinni að dóttur sinni sem hvarf í Portúgal árið 2007. „Til hamingju með afmælið Madeleine. Ennþá týnd. Ennþá sárt saknað,“ segir í færslu sem birt er á Facebook-síðu sem foreldrar hennar hafa notað í árabil í tengslum við leitina að dóttur sinni. Í færslunni kemur fram að leitinni verði haldið áfram eins lengi og þess þarf. Þá fylgir með myndband sem gert var í tilefni afmælisins. „Við elskum þig og við erum að bíða eftir þér. Við munum aldrei gefast upp,“ segir í myndbandinu. Í því má sjá fjölmargar myndir af Madeleine sem og myndum sem teknar hafa verið í tengslum við leitina að henni. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Sextán ár síðan Madeleine hvarf Madeleine hvarf þann 3. maí árið 2007. Hún var þá stödd ásamt fjölskyldu sinni í Praia da Luz í Portúgal. Foreldrar Madeleine höfðu farið út að borða og skilið dóttur sína eftir í úbúð ásamt tveggja ára tvíburasystkinum sínum. Þegar móðir hennar kom til að kíkja á börnin var Madeleine horfin. Síðan þá hefur hennar verið leitað en án árangurs. Það vakti töluverða athygli í fyrra þegar saksóknarar í Portúgal tilkynntu fyrir rúmu ári síðan að þýskur karlmaður lægi formlega undir grun í tengslum við hvarfið. Enginn hafði legið undir grun í málinu frá því foreldrar Madeleine lágu sjálf undir grun árið 2007. Christian Brueckner, þýski karlmaðurinn sem grunaður er um að tengjast hvarfinu, hefur neitað öllum ásökunum um slíkt. Madeleine McCann Bretland Portúgal Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
„Til hamingju með afmælið Madeleine. Ennþá týnd. Ennþá sárt saknað,“ segir í færslu sem birt er á Facebook-síðu sem foreldrar hennar hafa notað í árabil í tengslum við leitina að dóttur sinni. Í færslunni kemur fram að leitinni verði haldið áfram eins lengi og þess þarf. Þá fylgir með myndband sem gert var í tilefni afmælisins. „Við elskum þig og við erum að bíða eftir þér. Við munum aldrei gefast upp,“ segir í myndbandinu. Í því má sjá fjölmargar myndir af Madeleine sem og myndum sem teknar hafa verið í tengslum við leitina að henni. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Sextán ár síðan Madeleine hvarf Madeleine hvarf þann 3. maí árið 2007. Hún var þá stödd ásamt fjölskyldu sinni í Praia da Luz í Portúgal. Foreldrar Madeleine höfðu farið út að borða og skilið dóttur sína eftir í úbúð ásamt tveggja ára tvíburasystkinum sínum. Þegar móðir hennar kom til að kíkja á börnin var Madeleine horfin. Síðan þá hefur hennar verið leitað en án árangurs. Það vakti töluverða athygli í fyrra þegar saksóknarar í Portúgal tilkynntu fyrir rúmu ári síðan að þýskur karlmaður lægi formlega undir grun í tengslum við hvarfið. Enginn hafði legið undir grun í málinu frá því foreldrar Madeleine lágu sjálf undir grun árið 2007. Christian Brueckner, þýski karlmaðurinn sem grunaður er um að tengjast hvarfinu, hefur neitað öllum ásökunum um slíkt.
Madeleine McCann Bretland Portúgal Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira