Hver á að bera skaðann? Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Reykjavík Skipulag Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar