„Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 13:11 Formaður BSRB segir ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir Samband íslenskra sveitarfélaga ekki hafa sýnt neinn samningsvilja í kjaraviðræðum. Því séu allar líkur á að verkföll meðal félagsfólks hefjist eftir helgi. Foreldrar geti búist við því að þurfa mögulega að vera heima með börnunum sínum sökum verkfallanna. Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ekkert virðist ganga í samningsviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur þeirra með ríkissáttasemjara í gær bar ekki árangur frekar en fyrri fundir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir það vera vegna skorts á samningsvilja af hálfu sambandsins. Ekki hefur verið boðað til annars fundar. „Markmiðið okkar er auðvitað alltaf að gera kjarasamning, að grípa til aðgerða er neyðarúrræði. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að sambandið fari að sýna einhvern samningsvilja en það hefur ekki gert það hingað til.“ Sonja segir að í grunninn sé BSRB að krefjast leiðréttingar á misrétti í launum félagsfólks síns gagnvart fólki sem er í öðrum stéttarfélum. BSRB telji að um sé að ræða brot á jafnréttislögum. „Það er svona kveikjan að þessum ágreiningi. En síðan í ljósi þess að við erum komin út í aðgerðir þá auðvitað, vegna þess að það er stefnt að svona skammtímasamningum með hóflegum kröfum, er það náttúrulega ekki þannig að okkar fólk sé tilbúið að slá af sínum kröfum. Þannig það er líka sömuleiðis krafa um að það sé lyfting á þeim sem eru á lægstu laununum og aukagreiðslur hjá þeim sem starfa á leikskólum og í þjónustu við fatlað fólk, sem eru á allra lægstu laununum á vinnumarkaði.“ Ólíklegt að samningar náist fyrir verkföll Að öllu óbreyttu munu verkföll félagsfólks í BSRB því hefjast á mánudaginn. Sonja segir samningaviðræður félagsins við sambandið ekki hafa gengið vel í gær. „Það er mjög ólíklegt að samningar náist í tæka tíð fyrir verkföll. Við áttum fund í gær með sambandinu og það þokaðist ekkert áfram.“ Sonja segir að verkföllin muni hafa víðtæk áhrif. „Þetta eru auðvitað störf okkar félagsfólks í grunnskólum, leikskólum og frístundahúsum í fjórum sveitarfélögum þessa fyrstu tvo daga. Svo fjölgar þeim í vikunni þar á eftir.“ Misjafnt verði eftir skólum hvernig verkfallið fer fram. „Þannig ég geri ráð fyrir því að skólarnir séu búnir að senda til foreldra hvaða áhrif þetta muni hafa á hvern og einn, þannig þau séu með skýrar upplýsingar um það.“ Hún segir að einhverjar leikskóladeildir gætu lokað eða að færri börn komist að. „Þetta þýðir að fólk þarf að vera heima með börnunum sínum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira